Heimsóknafjöldi úr böndunum

Þetta er dálítið sjálfhverfur pistill að þessu sinni. En nú eftir 462 bloggfærslur frá því í september 2007 hef ég loksins náð þeim áfanga að gestafjöldinn er kominn yfir 100 þúsund. Þetta eru nú svo sem engin ósköp því margir hafa náð þessari tölu á mun skemmri tíma og sumir löngu komnir yfir milljónina. Reyndar átti ég ekki von á að ná hundraðasta þúsundinu fyrr en eftir næstu mánaðarmót og var ætlunin að skrifa einhvern háfleygan pistil þegar að því kæmi.

Síðasta miðvikudag, þann 21. mars gerðust hinsvegar þau ósköp að heimsóknafjöldinn á bloggsíðu mína fór algerlega úr böndunum af óútskýrðum ástæðum eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti og heimsóknatölfræði. Þennan dag var þó ekkert nýtt og krassandi efni á síðunni og átti ég því engan veginn von á yfir 750 gestum svona upp úr þurru. Þetta er líka það langmesta sem ég hef séð á einu degi. Annað merkilegt við þennan gestagang var að heimsóknir virtust nánast allar hafa komið frá sömu IP-tölunni, sem gæti reyndar þýtt að þetta hafi bara verið kerfisvilla. Eða þá að bloggsíðan hafi fengið einhverja heilmikla fjöldadreifingu á miðlægu tölvukerfi sem notar eina IP-tölu. Ég þekki þetta þó ekki vel. Heimsóknum fór svo að linna um kvöldið og voru komnar í eðlilegt horf fyrir miðnætti.

En nú er ég orðinn 100 þúsund kall og það heldur fyrr en ég átti von á. Bloggskrifin hafa undanfarið verið í þeim fasa að ég skrifa einn pistil á viku en ekki tvo eins og löngum áður. Pistlarnir eru iðulega óháðir málefnum líðandi stundar og ekki tengdir fréttum. En þetta er bara aukapistill – vikulegi pistillinn er langt kominn og mun fjalla um . . .

 

Heimsóknasúlur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband