Ísinn mölbrotnar á Norður-Íshafinu

Nú er farið að vora á norðurhveli og sólin skín allan sólarhringinn á norðurpólnum. Sjálfur er ég farinn að fylgjast með hvernig hafísinn bregst við vorkomunni og þá er ómetanlegt að hafa aðgang að gervitunglamyndum sem birtast daglega, eins og mósaík-myndinni af norðurslóðum sem finna má í skúmaskotum NASA-Earthdata vefsins.

Hafiskort rammiNúna í apríl hefur greinilega mikið gengið á þegar stórt íssvæði norður af Alaska tók að brotna upp eins og sjá má á myndum hér að neðan. Kortið sýnir hvaða svæði um ræðir. Sumarbráðnun er raunar varla farin í gang enda hörkufrost þarna ennþá og því eru sprungur sem opnast á þessum slóðum fljótar að frjósa á ný. Hafísinn þarf þó sitt pláss ef hann á að springa svona upp og það pláss skapast ekki síst vegna útstreymis hafíss frá Norður-Íshafinu. Hvort þetta uppbrot á ísnum sé óvenju mikið veit ég ekki, en óumdeilt er að hafísinn er þynnri nú en á árum áður og því að sama skapi brothættari og hreyfanlegri.
Heildarútbreiðsla hafíssins var annars nálægt meðallagi undir lok vetrar og þá vel yfir meðallagi Kyrrahafsmegin en vel undir því Atlantshafsmegin. Þetta segir þó lítið um lágmarkið í lok sumars sem veltur mikið á hversu mikið bráðnar á því svæði sem sést hér á myndunum. Ég mun standa vaktina að venju.

Hafis 7.apríl 2012

Hafis 13. apríl 2012

Hafis 14. apríl 2012

Myndirnar setti ég saman af gervitunglamyndum sem ég nálgaðist héðan:
http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/subsets/?mosaic=Arctic


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir fróðlega færslu að venju Emil. Það er nokkuð ljóst að það er eitthvað undarlegt að gerast í þróun hafíss...enda ekki verið svona lítið rúmmál hafíss í mjög langan tíma. Spurning hvernig lágmarkið verður...er nokkuð of snemmt að spá í það?

Nú vantar bara einhvern sem heldur því fram að það sé ekkert óvenjulegt við þessa þróun í útbreiðslu hafís og bæti því kannski við að "global warming" sé "hoax"...eða eru svoleiðis fullyrðingar kannski komnar úr tísku í bili?

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.4.2012 kl. 20:15

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ætli lágmarkið verði ekki bara í lágmarki í ár - allavega þegar kemur að heildarrúmmáli.

En ég held að þótt útbreiðslan sé í meira lagi akkúrat núna miðað við undanfarin ár þá sé það alls engin vísbending um hvað gerist í lok sumars. Mig grunar reyndar að ísinn á sjálfu Norður-Íshafi komi veikburða undan vetri og þá skiptir engu máli þótt óvenju mikill ís sé nyrst á Kyrrahafinu. Þar bráðnar ísinn alltaf hvort sem er.

Á ekki von á neinum "Global warming hóöxurum" því hér er ekkert fjallað um slíkt.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.4.2012 kl. 22:04

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, hafísinn norðurfrá á undir högg að sækja, það er nokkuð ljóst. Það verður fróðlegt að fylgjast með málum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.4.2012 kl. 23:23

4 identicon

http://www.independent.co.uk/news/science/vast-methane-plumes-seen-in-arctic-ocean-as-sea-ice-retreats-6276278.html

Voði (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 06:52

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Voði:

Ég sá þessa umfjöllun fyrir nokkru og líka ágæta greiningu á þessu hjá Tamino á Open Mind (sem er vísindamaður sem vinnur á sviði loftslagsrannsókna), sjá More Methane. Hann virðist í sjálfu sér ekki gefa mikið fyrir þessa grein í Independent, þó hann taki undir að nauðsyn sé að fylgjast vel með málum. Hér undir er tilvísun í greiningu hans (áherslur eru mínar):

I don’t see any sign of alarming increase in methane concentration, either in the Arctic or elsewhere, and no sign of greater increase in the Arctic than in other regions.

I do see
signs of steady methane increase
. Methane is indeed a potent greenhouse gas, and a sudden massive release (50 Gt) would indeed be disastrous. But even steady release at the present rate will raise the level of greenhouse-gas warming, making the global warming problem worse. Surely it’s something to be concerned about, and measures we can take to reduce methane emissions will be beneficial.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 00:43

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svona hefði tilvísunina átt að vera, einhver smá mistök hjá mér hér á undan:

I don’t see any sign of alarming increase in methane concentration, either in the Arctic or elsewhere, and no sign of greater increase in the Arctic than in other regions.

I do see signs of steady methane increase. Methane is indeed a potent greenhouse gas, and a sudden massive release (50 Gt) would indeed be disastrous. But even steady release at the present rate will raise the level of greenhouse-gas warming, making the global warming problem worse. Surely it’s something to be concerned about, and measures we can take to reduce methane emissions will be beneficial.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband