Haförn í Esju

Haförn

Í gönguferð á Esjuna sumardaginn fyrsta kom ég auga á þennan tignarlega haförn og ekki annað að sjá en hann hafi klófest fullorðinn fugl þarna í björgunum. Myndin er tekin niður af bjargbrún við klettabeltið mikla fyrir ofan Esjuberg. Örninn birtist bara allt í einu á harðaflugi töluvert fyrir neðan mig í stóru gili sem ég var einmitt að ljósmynda og náði ég því að fanga hann á mynd með bráð sína.

Esjuberg

Klettabeltið og gilin á þessum slóðum eru alveg feiknarlega tignarleg. Þessi mynd er tekin í rúmlega 700 metra hæð og sést í Kjalarnes og í fjarska þarna efst til vinstri er Reykjavík. Eins gott er að vera ekki mikið að þvælast niður þessi gil, en á sama tíma var útlendingur og koma sér í sjálfheldu austar í Esjunni.

Kerhólakambur

Ferðinni var annars heitið á þennan tind sem er sjálfur Kerhólambur í Esju, 852 metrar á hæð. Sjónarhornið er úr norðvestri og eins og sjá má er mikill snjór þarna að norðanverðu. Sé einhver ekki með það alveg hreinu hvaða hluta Esjunnar ég er að tala um, þá hjálpar þessi mynd hér að neðan væntanlega eitthvað. Gönguleiðin er merkt inn með rauðu.

Esja Kerhólakambur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef margoft komið á þessar slóðir sem þú nefnir en aldrei séð þar haförn. Vonandi er þetta dæmi um að stofninn sé að styrkjast.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.4.2012 kl. 09:15

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það virðist vera varp þarna því ég sá tvo á lofti. Ég hef ekki séð haferni þarna áður en þó sá ég einn fyrir nokkrum árum norðvestantil í Esjunni.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.4.2012 kl. 09:50

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sem betur fer er talsvert erfitt að ganga þarna upp og því varla að búast við fjölmenni til að skoða haferni. Ætla að hafa augun hjá mér næst er ég fer á þessar slóðir. Reglulega gaman að sjá þessa mynd hjá þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.4.2012 kl. 09:52

4 identicon

Í fyrrasumar sá ég Haförn fljuga hér yfir Elliðaárdalinn einnig sá ég tvo Haferni í Hvalfirðinum.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 10:05

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Þetta var dagleg sjón að sjá í Reykhólasveitinni, þegar ég var í vinnu þar 2010-11. :)

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 20.4.2012 kl. 10:59

6 identicon

Gaman að sjá þesa mynd. held að enginn hafi fest sér bólfestu í bjarginu (nema Siggi) síðan Búi fór að ráðum Esju og varðist í hellinum. Byggði mér bú undir rótum Esju og fagnaði Múkkanum þegar hann kom upp en lendir nú í klóm Hafarnar.

Ólafur Þ. (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 21:49

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott mynd af erninum. Ég hef nokkrum sinnum séð erni við Breiðafjörð. Það er tilkomumikil upplifun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband