Listræn veðurkort

Eins og sönnum veðuráhugamanni sæmir þá fylgist ég reglulega með hinum ýmsu veðurkortum sem kalla má fram á veraldarvefnum. Á Wetterzentralnum má t.d. dæmis fá mikið úrval veðurkorta sem gefa góðar vísbendingar um það sem koma skal. Inn á milli vill hinsvegar bregða svo við að veðurkortin gerast æði skrautleg og engu líkara en að verið sé að boða meiri ragnarök en nokkur fordæmi eru fyrir í mannkynsögunni. Af fenginni reynslu hef ég þó komist að því að lítill fótur er fyrir slíkum dómsdagspám. Líklegri skýring snýst sennilega um að ofurtölvurnar séu enn að matreiða úr hráefninu en það er helst upp úr miðnætti sem hamagangurinn hefst. En nú er ég ekki bara veðuráhugamaður, því sem grafískur hönnuður er ég að sjálfsögðu líka áhugamaður um myndlist og myndræn form allskonar, akkúrat eins og þessi brengluðu veðurkort eru. Sennilega getur þetta þó varla flokkast sem myndlist, þótt flott sé. Til þess vantar listamanninn og listrænan tilgang í upphafi og varla er þetta hönnun því til þess vantar praktíkina. En hvað um það, nú er Hönnunarmars og því læt ég hér þrjú kort flakka sem sýna aðstæður á norðurhveli á listrænan hátt, dagana 14. 16. og 20. mars Spárnar voru gerðar 14. mars og birtust á sínum tíma á þessari slóð: http://www.wetterzentrale.de/topkarten/fsavnnh.htm

Wetter NH 14. mars

Wetter NH 16. mars

Wetter NH 20. mars

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Bráðum verður veðrið svona! Við lifum á hinum síðustu tímum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2013 kl. 01:03

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, ballið er rétt að byrja!

Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2013 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband