Köld sjálfvirk veðurspá og bloggfrí Hungurdiska

kuldaspá 14. mars 2014

Það er óhætt að segja að miklar frosthörkur séu í kortunum eftir helgi á sjálfvirkri staðarspá sem birtist á vef Veðurstofunnar. Samkvæmt því verður kuldakastið í hámarki kl 06:00 á þriðjudagsmorgun þegar spáð er 9 stiga frosti í Reykjavík, 14 á Akureyri og svo mikið sem 16 stiga frosti að Árnesi á Suðurlandi og 18 í Ásbyrgi. Það er reyndar ekkert nýtt að þessar sjálfvirku spár sýni frosthörkur með meira móti við vissar aðstæður og Veðurstofufólk er sjálfsagt meðvitað um það enda er tekið fram að textaspáin (skrifuð af veðurfræðingi) gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám. Og hvað segir textaspáin um kuldann eftir helgi? Ekki mjög mikið: Á mánudag: Frost 0 til 10 stig að deginum, kaldast í innsveitum. Á þriðjudag: Áfram kalt í veðri. Sem sagt, það má búast við kulda og frosti en ekki endilega ógurlegum frosthörkum nema kannski í innsveitum. Best er auðvitað að kortin sýni ekki eitthvað sem er alveg út úr korti. Sjáum þó til. Kannski verður bara ansi kalt. Veturinn er ekki liðinn þótt 6 stiga hiti sé í Reykjavík þegar þetta er skrifað.

Annað atriði þessu óskylt en þó ekki alveg, er bloggfrí Hungurdiska Trausta veðurfræðings sem boðað hefur frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum eins og hann kallar það. Fyrir okkur veðurnördana og alla þá fjölmörgu áhugamenn um veður er þetta hið versta mál eins glögglega kemur fram í fjölmörgum viðbrögðum. Hann hefði t.d. getað frætt okkur nánar um þessa kulda og hvort eitthvað sé til í þeim og hvers vegna.

Ég hef öðru hvoru blandað mér umræður á Hungurdiskum og vona að ég sé ekki sekur um mikið áreiti. Mín vegna mætti alveg loka á athugasemdir á Hungurdiskum enda snúast þær oftar en ekki um eitthvað allt annað en bloggfærslan gerir. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að í athugasemdum frá ónefndum aðila (og aðilum) koma fram sterkar og að mínu mati mjög ósanngjarnar ásakanir um að síðan reki einhverskonar áróður/trúboð fyrir því að það sé að hlýna á Íslandi og heiminum reyndar líka. Í það minnsta hefur Trausti á ósanngjarnan hátt sífellt verið sakaður um að neita að horfast í augu við að það sé að kólna á Íslandi eða heiminum eins og sumir eru gallharðir á. Þetta áreiti er að mínu mati helsta ástæða og uppspretta leiðindanna í athugasemdakerfi Hungurdiska og gera ekkert annað en að eyðileggja stemninguna sem annars ætti að ríkja þar. Þessum ásökunum er oftar en ekki reynt að svara þótt Trausti sé löngu hættur því sjálfur. Það kallar svo á enn meiri leiðindi, uppnefni og ásakanir á báða bóga og fjandinn verður laus. Kannski væri því best að sleppa öllum athugasemdum þegar og ef Hungurdiskar hrökkva aftur í gang eftir pásu. Eftirspurnin er allavega fyrir hendi og vil líka gjarna halda áfram að lesa það sem þar er á boðstólnum - athugasemdalaust.

(Ætlaði upphaflega að skrifa þetta í athugasemdakerfi Hungurdiska en fannst svo bara eins gott að gera það hér á minni eigin síðu).

- - - -

Uppfærsla. Kuldakastið sem var í spákortinu gekk bara nokkuð vel eftir. Þriðjudaginn 18. mars kl. 06:00 var þetta þannig: Reykjavík -8,0° / Árnes -11,6° / Akureyri -11,2° / Ásbyrgi -16,1°. Á láglendi fór frostið mest niður í -23,6 á Mývatni. Þetta var stutt og snarpt kuldakast og líklega mesta kuldaskot sem komið hefur á landinu það sem af er ári. Um næstu helgi má eiga von á öðru skoti því sjálfvirka spáin segir núna -13° í Reykjavík kl. 06:00 sunnudagsmorguninn 23. mars. Er hugsanlega að kólna á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þín túlkun á Hugunrdiskaþrasinu er alveg rétt. Ég sé að á í DV talar Trausti um svona tíu manns sem hafi verið með leiðindi á síðunni. Það finnst mér algjörlega oftalið. Þetta eru aðallega tveir menn. En að ekki megi svo svara slíkum mönnum, að þá séu þeir menn líka með leiðindi, finnst mér ekki rétt hugsun. Trausti segir líka að leiðindin hafi ekki svo mikið beinst gegn sér. En það gerðu þau svo sannarlega.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.3.2014 kl. 18:33

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sammála ykkar túlkunum Emil og Sigurður.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.3.2014 kl. 19:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Smála ykkur. Þessi loftslagsumræða er á einhverskonar trúarbragðastigi með öllum blæbrigðum fundamentalisma og jafnvel upp í ofstæki. Þráttið um misvísandi ritningarnar "vísindanna" og tilvitnanir í þær minna óþægilega á aðra uppsprettú illinda ofar og utar tíma og rúmi, sem enginn getur haft fullvissu um nema að trúa þvert a það sem fyrir augu ber.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2014 kl. 22:15

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Málið er að blogg Trausta er fyrst og fremst veðurblogg en ekki loftslagsblogg og þar get ég ekki séð að sérstakar skoðanir komi fram og alls ekkert trúboð fyrir einu eða neinu. Í athugasemdum vilja umræðurnar hins vegar gjarnan snúast um loftslagsmál en Trausti tekur lítinn þátt í þeim slag eða „leiðindum“ eða hvað skal kalla það. Það er þó aðallega einn (kannski tveir) sem beina áreiti að Trausta - aðrir koma honum til varnar, stundum á nokkuð harkalegan hátt sem svo er svarað með öðru eins eða á enn harkalegri hátt.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.3.2014 kl. 22:56

5 identicon

Þetta er afskaplega barnaleg umræða og ósanngjörn. Trausti Jónsson hefur sjálfur útskýrt tímabundið blogghlé sitt á ákaflega skýran hátt:

„Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““

Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“

Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“(http://www.visir.is/trausti-jonsson-haettir-ad-blogga-vegna-areitis/article/2014140319287)

Jafnframt áréttar TJ að hann sé einungis að taka sér smá frí.

Af framansögðu má glögglega sjá að þið félagarnir í ofsatrúarsamtökum innvígðra heimsendaspámanna megið gjarnan líta í eigin barm.

Og... það er sannarlega að kólna á Íslandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 23:31

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Setningin: „Af framansögðu má glögglega sjá að þið félagarnir í ofsatrúarsamtökum innvígðra heimsendaspámanna megið gjarnan líta í eigin barm.“ segir allt sem segja þarf um hvað er við að eiga.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2014 kl. 00:19

7 identicon

Ætlarðu að segja mér að sérlegur gestapenni loftslag.is sé hættur að lesa netmiðilinn?

> http://www.loftslag.is/?p=14645

"Almenn umfjöllun fjölmiðla á Íslandi um loftslagsmál virðist að hluta til ábótavant, sérstaklega þegar kemur að flóknari viðfangsefnum eins og t.d. sólvirkni eða tilfallandi staðbundnum vetrarkuldum. Oft virðast fréttir íslenskra fjölmiðla um loftslagsmál vera tiltölulega slælegar þýðingar af erlendum netmiðlum (með undantekningum þó). Nýlegt dæmi er umfjöllun á vefmiðlunum pressan.is og mbl.is annars vegar og í Bændablaðinu hins vegar, um minni sólvirkni og samkvæmt þeim fréttum, kólnun af þeim völdum."(sic)

"Ritsjórn loftslag.is hafði samband við vefmiðilinn pressan.is eftir þeirra umfjöllun og fékk að vita að “Pressan stendur við frétt sína. Margir fjölmiðlar víða um heim hafa verið að birta álíka fréttir undanfarna daga.” [Björn Ingi Hrafnsson]. Hugsunarlausar endurtekningar virðast því í þeirra huga bera vott um góða umfjöllun. Reyndar fylgdi líka ávirðing fyrir ábendinguna um að umfjöllun þeirra væri röng og maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað á móti því að lesendur bendi þeim á að umfjöllun þeirra sé kannski úr takti við það sem réttara reynist. Aðhald lesenda ætti að vera jákvætt, enda mikilvægt fyrir fréttamiðil sem vill skrifa réttar fréttir, þó hann verði að bíta í það súra að viðurkenna mistök. Pressan.is virðist samt ekki taka mikið mark á þeim ábendingum, ef marka má orð Björns."(!)

Margir fjölmiðlar hafa sannarlega verið að birta fréttir um líkur á kólnun á jörðu á næstu misserum og árum og þá telja félagarnir í ofsatrúarsamtökum innvígðra heimsendaspámanna sig umkomna að þagga niður í íslenskum fjölmiðlum!

Svo skirrist þið ekki við að túlka orð Trausta Jónssonar út og suður, samkvæmt bókstafstrúnni, í stað þess að líta í eigin barm.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 01:00

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þakka Hilmari fyrir að vitna í loftslag.is - hins vegar hefur eitthvað skolast til í hausnum á honum ef hann telur að það séu einhver tengsl milli umfjöllun okkar um loftslagsmál og blogg Trausta. Þar er ekkert samhengi.

Höskuldur Búi Jónsson, 16.3.2014 kl. 09:28

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er kominn tími til að þú áttir þig því Hilmar að þú ert rót vandans á Hungurdiskum.

„Svona rita bara menn sem eru í botnlausri afneitun á ástandinu“ er bara eitt dæmi af þeim fjölmörgu skotum frá Hilmari sem beint hefur verið að Trausta í athugasemdum.  

Vitna hér líka í einn sem virðist vera að norðan: „Ég er alveg undrandi hvernig, þessi Hilmar lætur í sínum athugasemdum. Það mætti halda að hann haldi helst að veðurfari sé stjórnað af veðurstofunni í Reykjavík. Meira að segja bóndakarl norður í landi hefur ekki slíkt hugmyndaflug. Ég bara vona að þú haldir áfram að miðla þínum fróðleik til okkar, þessa venjulega fólks.“ (Ummælin eru frá 6.10.2013 kl. 13:46)

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2014 kl. 10:43

10 identicon

Að sjálfsögðu er það "rót vandans" að einhver skuli dirfast að mótmæla voodoo-vísindunum sem þið félagarnir í ofsatrúarsamtökum innvígðra heimsendaspámanna matið landsmenn á :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 11:03

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er einmitt þetta sem er málið. Þú notar veðurblogg Trausta sem þinn vettvang í sífellu til að: „mótmæla voodoo-vísindunum sem þið félagarnir í ofsatrúarsamtökum innvígðra heimsendaspámanna matið landsmenn á“ Að sjálfsögðu telur þú Trausta líka einn þessara „innvígðra“.

Ég segi því aftur. Það er kominn tími til að þú áttir þig því Hilmar að þú ert rót vandans á Hungurdiskum.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2014 kl. 11:30

12 identicon

Þér er að sjálfsögðu frjálst að kyrja hverja þá möntru sem er þér til hugarhægðar, Emil Hannes Valgeirsson - og jafnvel trúa á mátt voodoo-vísinda, en ekki ímynda þér að það sé 97% samhljómur í samfélaginu með fullvissu ykkar félaga :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 12:21

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þori varla að blanda mér í þetta... en mér finnst ágætt að rödd Hilmars heyrist en hann fer yfir strikið oft á tíðum og það er miður. Kannski geri ég það líka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2014 kl. 13:04

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Auðvitað eru loftslagsmálin ekki svo heilög að ekki megi gagnrýna þau frá öllum hliðum. Spurning um að halda umræðum á skynsamlegum nótum og vera ekki að eigna öðrum skoðanir. Menn geta auðveldlega skemmt fyrir sínum málstað með því að fara yfir strikið.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2014 kl. 19:49

15 identicon

Þá ætti makríll væntanlega að fara minnkandi í okkar landhelgi – eða hvað ? „The Space and Science Research Corporation (SSRC) announces today that the North Atlantic Ocean has entered a period of decades-long decline in temperatures which will accelerate the rapidly advancing new cold climate era. North Atlantic temperatures are most often tied to the rise and fall of temperatures observed in the cyclical Atlantic Multi-Decadal Oscillation (AMO). The SSRC has just finished an analysis of temperature trends and other research associated with the AMO. It has concluded that the AMO zone of the northern Atlantic Ocean, roughly between Europe, Greenland, and New England in the USA, has begun its cyclical drop from a past period of warming and has now started a long term decline in temperatures that will last for several decades“ http://www.spaceandscience.net/sitebuildercontent/sitebuilderfiles/ssrcpressrelease12013climatechangetonextcolderaaccelerateswithcoldernorthatlantic.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 13:27

16 identicon

Þakkir fyrir þetta athyglisverða innlegg Hólmsteinn, en vinsamlegast athugaðu að svona athugasemdir eru "rót vanda" félaga í ofsatrúarsamtökum innvígðra heimsendaspámanna.

Nú máttu eiga von á holskeflu hatursáróðurs þar sem heimildir þínar verða dregnar niður í svaðið og þú úthrópaður ómarktækur kjáni af meintum bloggvinum Trausta Jónssonar :)

Svo er auðvitað spurning hvenær síðuhaldari, Emil Hannes Valgeirsson, byrjar að hita upp fyrir "bræðslusumarið mikla" 2014?

> https://twitter.com/SteveSGoddard/status/444203508565176320/photo/1/large

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 15:25

17 identicon

The "PDO" is negative since 1998 and now the "AMO" is turning downwards: "Most of the recent heat has been in the Northern Hemisphere and suspect that much has been driven by the AMO. The AMO is going down and should bottom out about 2030-2035. The data says the AMO has already peaked and is now headed downwards and it is likely to bottom out in a continuing ~60 year cycle" http://climatedatablog.files.wordpress.com/2014/02/esrl-amo-monthly-anomalies-with-full-kernel-gaussian-low-pass-annual-15-years-and-s-g-years-filters.png

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 15:40

18 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er ekkert mál að ræða um AMO-sveiflurnar þó það sé ekki efni þessarar bloggfærslu. AMO hefur sýnt sig að skipta úr neikvæðum fasa yfir í jákvæðan á um 30-35 ára fresti. Síðasta skipting var um miðjan 10. áratuginn þannig að nú ættum við að hafa verið í þessum jákvæða fasa í næstum 20 ár og einhver 10-15 ár í næstu skiptingu sem væri þá yfir í neikvæðan fasa með tilheyrandi kólnun sjávar og almenna kólnun hér við land. Þetta miðast við að hlutirnir gangi fyrir sig eins og þeir hafa gert síðustu hundrað-og-eitthvað ár eða lengur - sem verður bara að koma í ljós hvort gerist. Framtíðin er óskrifað blað.

Þegar AMO línurit eru skoðuð má hafa í huga að algengast er að birta þau þannig að leitnin hefur verið tekin út (detrended) og því gæti einhverjum dottið í hug að sjávarhiti í Norður-Atlantshafi seint á 19. öld og um miðja 20. hafi verið sá sami og undanfarin ár. Hér er hinsvegar línurit sem sýnir rétt gildi, þ.e. leitnin hefur ekki verið flött út. Það er svo sem ekkert rangt að sýna AMO þannig enda er þá búið að einangra þessar náttúrulegu sveiflur frá almennri hlýnun jarðar.

Hér má sem sagt sjá AMO línurit sem er ekki "detrended":

http://emilhannes.blog.is/users/03/emilhannes/img/amo_globalannualindexsince1856_with11yearrunningaverage.gif

Eitthvað skrifaði ég um þetta fyrir nokkrum árum: http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/818347/

Og líka mögulega pásu um hlýnun jarðar árið 2008: http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/527773/

Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2014 kl. 18:16

20 identicon

Ekki málið að ræða AMO-sveiflurnar:

“Evidence is presented that the recent worldwide land warming has occurred largely in response to a worldwide warming of the oceans rather than as a direct response to increasing greenhouse gases (GHGs) over land.”

> http://www.appinsys.com/globalwarming/AMO.htm

“This may have helped counter the impact of the PDO and AMO cold phases of the next 20-30 years. That solar activity continued throough the warm phases of the AMO and PDO. Unlike that period, it appears that we are entering a cold phase of the PDO and a downturn of the AMO just as we did in 1950, but we are doing it at the beginning of a less active sun. Of course, we don’t know if the sun will stay this way, but history seems to indicate that we can expect it. For more information on that, click on my “Landscheidt” category.

I don’t want to be glib about this. I’m not wringing my hands in fear, nor am I gleeful at the thought of cooling, even if it shows the folly of the global warming alarmism that I despise. And while I don’t pretend to know all the ins and outs of climatology, I can look at charts and data. Sometimes the simplest answer really is the best one. Look at the charts. They explain the warming since the 1970s. They explain the last 10 years being flat. They explain why we’ve cooled and Europe/Russia haven’t. They explain why they too will soon will be cooling. They explain why this will likely be more predominant cooling than 60 years ago.

Carbon Dioxide may have some small impact in all of this, but it simply does not effectively explain near as much as all these other elements do.”

> http://digitaldiatribes.wordpress.com/2008/12/23/a-look-at-the-atlantic-multidecadal-oscillation-amo-index/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 20:33

21 identicon

"Pacific sardines historically experience “boom and

bust” periods on a time scale of approximately 60 years, with average collapse and recovery time of approximately 30 years (Baumgartner et al. 1992)." "In the 1950s, the collapse of the sardine industry was blamed on overfishing. It's tempting to blame the current decline on global warming. Neither of those factors deserve single-handed responsibility, though. Oceanographers have known for a little while, now, that there's a natural ocean cycle—albeit, a long one that's not fully understood—that governs the rise and fall of sardine and anchovy stocks in the Pacific."

http://www.theatlantic.com/national/archive/2014/01/why-west-coast-sea-life-has-been-behaving-so-strangely/283003/

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 22:39

22 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég fylgdist dálítið með þessum Digital Diatribes bloggara þegar hann var sem duglegastur en hann hefur ekki skrifað í nokkur ár svo ég viti. Það er líklegt að ég hafi lesið þetta frá honum á sínum tíma árið 2008. Hann segir þarna að við séum fara inn í ca 30 ára kaldan fasa á PDO (Pacific Decatal Oscillation) en reyndar hófst hann eiginlega um síðustu aldamót en verið mjög missterkur síðan. Þetta PDO fyrirbæri lýsir ástandi yfirborðsjávar Norður-Kyrrahafs. Þó ekki þannig að yfirborðssjórinn í neikvæða fasanum sé kaldari en á þeim jákvæða. Frekar er um að ræða hvort hlýrri sjór haldi sig á vestur- eða austurhluta Norður-Kyrrahafs. Hinsvegar er talað um og virðist líklegt að neikvæði PDO-fasinn sem við erum í núna dragi úr tíðni hlýju El-Nino straumana en auki tíðni hinna köldu La-Nina sem aftur skýrir hvers vegna ekki hefur hlýnað á jörðinni síðustu misseri. Um það hef ég nokkrum sinnum skrifað í gegnum tíðina. Vel mögulegt er þó að El Nino nái sér á strik á þessu ári með tilheyrandi hlýindum síðar á þessu ári.

Hann segir líka þarna árið 2008 að AMO sé á leiðinni í niðursveiflu. Nú sex árum síðar hefur AMO lítið gefið eftir eins og sést á línuritinu sem ég birti hér að ofan og miðað við fyrri sveiflur gæti AMO haldist á góðu róli áfram í einhver ár.

En svo er það þetta með sólina. Mér sýnist æ fleiri vera á því að áhrif sólar á loftslag felast í því hvernig skotvindarnir (JetStreams) hegða sér. Auknir vetrarkuldar í Evrópu gætu þannig skýrst af færslu skotvindanna sem valda aukinni norðanátt í Evrópu vegna blokkerandi hæðar vestur af Bretlandseyjum. Slíkt gerðist ekki í vetur enda 11 ára sólarsveiflan í hámarki nú þótt veik sé. Ef komandi niðursveifla í sólinni verður með meira móti má vel velta fyrir sér hvort öflug niðursveifla AMO fylgi með, sem þýðir aukinn kulda á stóru svæði hér við Norður-Atlantshaf og aukinn hafíss.

Þannig lít ég á þetta í sæmilega stuttu máli. Afsakið að ég skrifi minn eigin texta og á íslensku og án tilvísana. Þeir sem lesa þetta mega bara ráða hvort þeir taki nokkurt mark á þessu.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2014 kl. 22:47

23 identicon

Ekkert að afsaka EHV. Ég er orðinn vanur því að meintir bloggvinir Trausta Jónssonar tjái sig á íslensku og án tilvísana. Hvort nokkurt mark sé takandi á tilvísanalausum þankagangi er væntanlega spurning um vísindi vs skáldskap :)

Í öllu falli sýnist mér að þú komist að svipaðri niðurstöðu og ég, þ.e. "Ef komandi niðursveifla í sólinni verður með meira móti má vel velta fyrir sér hvort öflug niðursveifla AMO fylgi með, sem þýðir aukinn kulda á stóru svæði hér við Norður-Atlantshaf og aukinn hafíss."(sic)

Um þessa speglasjón hverfist deilan um meinta "hnatthlýnun af manna völdum" (eða "Global Warming made by Mann"). Ef það er sannarlega að kólna í heiminum er "skelfilega spilliefnið" CO2 ekki lengur ástæðan heldur náttúrulegar sveiflur, smbr. PDO, AMO ofl.

Í þessu sambandi vil ég vinsamlegast benda þér á athyglisverða ræðu Dr Don Easterbrook á fundi hjá bandarískri þingnefnd í lok síðasta árs: http://www.youtube.com/watch?v=4LkMweOVOOI

Ég vil líka nota tækifærið og benda á ágæta samantekt Dr. Tim Ball á gildi veðurspáa:

"Short, medium and long-term weather and climate forecasts are wrong and below any level of usability. Most forecasting agencies swing between determining their own accuracy level or openly detailing the inadequacy of their work. No production of society is as wrong as government weather forecasts and yet continues to operate. Apparently people just lump it in with all government waste and failure. Their real view is reflected in the fact that few activities receive more ridicule and disdain than weather forecasts." (http://drtimball.com/2014/government-weather-and-climate-forecasts-are-failures/)

Í stuttu máli: Veðurfræðingar ljúga, því meir sem "spáin" nær yfir lengra tímabil. Það er því bókstaflega sprenghlægilegt þegar íslenska vísindanefndin um loftslagsbreytingar, skreytt íslenskum veðurfræðingum, þykist fær um að spá (með einhverri vissu) fyrir um þróun loftslags út öldina (næstu 86 ár).

Burtséð frá því hvort þessir ágætu vísindamenn telja sig þess umkomna að styðjast við "sviðsmyndir" í ímyndarvinnu sinni er alveg ljóst að blekið var ekki þornað á skýrslunni sem kom út í júlí 2008 þegar raunveruleikinn byrjaði að andmæla niðurstöðunum.

Að lokum vil ég gjarnan endurtaka spurningu mína um upphitun fyrir "bræðslusumarið mikla 2014" Á ekki að leggjast í ítarlega rannsóknarvinnu til að finna íslausa íshafið í sumar EHV? Þú þarft auðvitað ekki að skreyta íslenska textann þinn með tilvísunum frekar en þú vilt.

Ég vil þó vinsamlegast leyfa mér að leggja þér til nokkur frumgögn:

2013 var kaldasta skráða sumarið í norðurhöfum!

> https://twitter.com/SteveSGoddard/status/445574727717765120/photo/1/large

Hafísþekjan í norðurhöfum 18. mars 2014 er við það að toppa hámarks hafísþekju síðustu 10 ára!

> https://twitter.com/SteveSGoddard/status/445921304412049408/photo/1/large

Hittumst á Bræðslunni í sumar EHV :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 18:28

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hef ekki haft tíma til að setja mig mikið inn í bloggfrí Trausta að undanförnu - annað en að mér þykir leitt að örfáir aðilar (kannski bara 2-3 aðilar) skuli eyðileggja bloggið hans (frábært blogg). Ég hef þó bent honum á að hægt væri að loka fyrir ákveðna einstaklinga, en það virðist ekki henta honum (og það er svo sem afstaða sem hægt er að virða). Held reyndar að það sé erfitt að ræða við aðila eins og Hilmar, þar sem að maður á það til að lenda í stormi persónulegra árása og vafasamra fullyrðinga sem ekki standast frekari skoðun.

PS. Mæli með að Emil loki á Hilmar í athugasemdum - enda virðist hann vart viðræðuhæfur...hvorki hér né hjá Trausta...þetta er eyðileggjandi fyrir umræðu hér á blogginu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.3.2014 kl. 20:55

25 identicon

Afskaplega er það ánægjulegt að sjá að Sveinn Atli Gunnarsson heiðrar okkur með nærveru sinni, þrátt fyrir miklar annir. Að vísu virðist Svatli hirða lítið um skýringar Trausta Jónssonar á smá bloggfríi sínu, en það er bara samkvæmt bókinni :)

> http://www.visir.is/trausti-jonsson-haettir-ad-blogga-vegna-areitis/article/2014140319287

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 22:45

26 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Fyrst að þessari spurningu: „Á ekki að leggjast í ítarlega rannsóknarvinnu til að finna íslausa íshafið í sumar EHV?“ Þessu get ég ekki svarað því spurningin felur í sér fyrirframgefnar forsendur. Ég fylgist auðvitað alltaf með hafísnum, en hvað, hvenær og hvernig ég skrifa kemur bara í ljós. Einnig það hvernig eða hugsanlega hvort ég beiti einhverjum takmörkunum í framtíðinni.

Í þessari bloggfærslu fannst mér reyndar alls ekki við hæfi að beita takmörkunum, sérstaklega ekki gagnvart þeim sem óbeint er þar fjallað um enda er ég sanngjarn með afbrigðum og með mikið langlundargeð.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.3.2014 kl. 23:42

27 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kannski í lagi að leyfa Hilmari að blotta sig hérna í þetta skiptið, enda er hann aðalumræðuefnið...tek undir þau sjónarmið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.3.2014 kl. 13:09

28 identicon

Hilmar, það er augljóst að ef 97 læknar segðu þér að þú værir alvarlega veikur og þyrftir að leggjast inná spítala, en einn dýralæknir segði þér að hafa engar áhyggjur, ekkert væri að þér og allir þessir læknar væru bara að ljúga að þér, þá tryðir þú dýralækninum.

Hver er þessi Dr. Don Easterbrook:

http://www.bellinghamherald.com/2013/03/31/2943649/wwu-faculty-find-overwhelming.html

"Easterbrook's views, as exemplified by his Senate presentation, are a stark contrast to that standard; they are filled with misrepresentations, misuse of data and repeated mixing of local vs. global records. Nearly every graphic in the hours-long presentation to the Senate was flawed, as was Easterbrook's discussion of them."

"We concur with the vast consensus of the science community that recent global warming is very real, human greenhouse-gas emissions are the primary cause, and their environmental and economic impacts on our society will likely be severe if we don't make significant efforts to address the problem. Claims to the contrary fly in the face of an overwhelming body of rigorous scientific literature."

Undir þetta skrifa 12 fyrrum samstarfsfélagar hans.

Skratti (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 20:12

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skrattinn sjálfur mættur til leiks!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.3.2014 kl. 22:52

30 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Og farið að hitna í kolunum!

Emil Hannes Valgeirsson, 19.3.2014 kl. 23:31

31 identicon

Auðvitað er ekki hægt að taka hitakæra andskota neinum vettlingatökum:

Letter to the Editor by Dr. David Deming

I write in rebuttal to the March 31 letter by WWU geology faculty criticizing Dr. Don Easterbrook. I have a Ph.D in geophysics and have published research papers on climate change in the peer-reviewed scientific literature. In 2006 I testified before the US Senate on global warming. Additionally, I am the author of a three-volume history of science.

I have never met Don Easterbrook. I write not so much to defend him as to expose the ignorance exhibited in the letter authored by WWU geology faculty. Their attack on Dr. Easterbrook is the most egregious example of pedantic buffoonery since the Pigeon League conspired against Galileo in the seventeenth century. Skepticism is essential to science. But the goal of the geology faculty at WWU seems to be to suppress critical inquiry and insist on dogmatic adherence to ideology.

The WWU faculty never defined the term “global warming” but described it as “very real,” as if it were possible for something to be more real than real. They claimed that the evidence in support of this “very real” global warming was “overwhelming.” Yet they could not find space in their letter to cite a single specific fact that supports their thesis.

There is significant evidence that would tend to falsify global warming. The mean global air temperature has not risen for the last fifteen years. At the end of March the global extent of sea ice was above the long-term average and higher than it was in March of 1980. Last December, snow cover in the northern hemisphere was at the highest level since record keeping began in 1966. The UK just experienced the coldest March of the last fifty years. There has been no increase in droughts or wildfires. Worldwide hurricane and cyclone activity is near a forty-year low.

One might think that the foregoing facts would raise doubts in scientists interested in pursuing objective truth. But global warming is not so much a scientific theory subject to empirical falsification as it is a political ideology that must be fiercely defended in defiance of every fact to the contrary. In the past few years we have been told that not only hot weather but cold weather is caused by global warming. The blizzards that struck the east coast of the US in 2010 were attributed to global warming. Every weather event–hot, cold, wet or dry–is said to be caused by global warming. The theory that explains everything explains nothing.

Among the gems in the endless litany of nonsense we are subjected to are claims that global warming causes earthquakes, tsunamis and volcanic eruptions. Last year we were warned that global warming would turn us all into hobbits, the mythical creatures from J. R. R. Tolkien’s novels. I am not aware of any member of the WWU geology faculty criticizing these ridiculous claims. Their vehemence seems to be reserved for honest skeptics like Dr. Easterbrook who advance science by asking hard questions.

At the heart of the WWU geology faculty criticisms was the claim that peer review creates objective and reliable knowledge. Nonsense. Peer review produces opinions. Scientists, like other people, have political beliefs, ideological orientations, and personal views that strain their scientific objectivity. One of the most disgusting things to emerge from the 2009 Climategate emails was the revelation of an attempt to subvert the peer-review process by suppressing the publication of work that was scientifically sound but contrary to the reviewer’s personal views.

The infamous phrase “hide the decline” refers to an instance where a global warming alarmist omitted data that contradicted his personal belief that the world was warming. This sort of bias is not limited but pervasive. Neither is science a foolproof method for producing absolute truth. Scientific knowledge is always tentative and subject to revision. The entire history of science is littered with discarded theories once thought to be incontrovertible truths.

The WWU geology faculty letter asserted that technological advances arise from application of the scientific method. They claimed that airplanes were invented by scientists. But the Wright brothers were bicycle mechanics–not scientists. The modern age of personal computing began in a suburban California garage in 1976. The most significant technological advance in human history was the Industrial Revolution in Britain that occurred from 1760 through 1830. When Adam Smith toured factories and inquired as to who had invented the new machinery, the answer was always the same: the common workman. Antibiotics were not discovered through the rigorous application of scientific methodology but serendipitously when Fleming noticed in 1928 that mold suppressed bacterial growth.

Dr. Easterbrook’s contributions have furthered the advance of scientific knowledge and the progress of the human race. It matters not if a multitude of professors oppose him. As Galileo explained, it is “certain that the number of those who reason well in difficult matters is much smaller than the number of those who reason badly….reasoning is like running and not like carrying, and one Arab steed will outrun a hundred jackasses.”

David Deming
Professor of Arts & Sciences
University of Oklahoma 

Það þarf ekki að taka það fram að vefsnepillinn "bellinghamherald.com" neitaði auðvitað Dr. David Deming um að bita bréfið, en það fékk inni hjá wattsupwiththat.com (http://wattsupwiththat.com/2013/04/08/rebuttal-to-the-attack-on-dr-don-easterbrook/og þar með auðvitað miklu meiri dreifingu en sorpvefir eins og skepticalscience,com og umrætt bellinghamherald.com geta boðið uppá :)

Heimild: http://www.bookwormroom.com/2013/04/11/global-warming-is-a-global-hoax/ 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 10:18

32 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það má sjálfsagt segja margt gott og verra um Easterbrook. Hann var t.d. farinn að tala um áratugasveiflur eins og PDO áður en slíkt var til umræðu í IPPC skýrslum.

En hann er einlægur kólnunarsinni og þessi gagnrýni á hans vinnubrögð sýnist mér vera réttmæt:

In a specific example, Easterbrook referred to a graph of temperatures from an ice core of the Greenland ice sheet to claim that global temperatures were warmer than present over most of the last 10,000 years. First, this record is of temperature from a single spot on Earth, central Greenland (thus it is not a "global record"). Second, and perhaps more importantly, Easterbrook's definition of "present temperature" in the graph is based on the most recent data point in that record, which is actually 1855, more than 150 years ago when the world was still in the depths of the Little Ice Age, and well before any hint of human-caused climate change.

Read more here: http://www.bellinghamherald.com/2013/03/31/2943649/wwu-faculty-find-overwhelming.html#storylink=cpy

Emil Hannes Valgeirsson, 20.3.2014 kl. 13:00

33 identicon

Það er ekki auðvelt að máta þínar spakmannsspjarir EHV :)

En gott og vel, höldum okkur við það að mála skrattann á vegginn í loftslagsumræðu. Eigum við bara ekki að skoða andsvar umrædds Dr. Easterbrook í www.bellinghamherald.com:

""WWU faculty find overwhelming scientific evidence to support global warming." Of course there is overwhelming evidence of global warming! Everyone agrees! But that doesn't prove it was caused by carbon dioxide! The authors fail to understand:

Of the two periods of global warming this century, the first, and warmest, occurred before rise in carbon dioxide;

Twenty periods of global warming occurred over the past five centuries;

The past 10,000 years were warmer than present;

Multiple periods of intense warming (20 times more intense than recent warming) occurred 10,000-to-15,000 years ago. All of these happened long before rise in carbon dioxide, so could not possibly have been caused by carbon dioxide.

The Bellingham Herald opinion column is a diatribe against me personally (just read the slurs and innuendos) containing misrepresentations, no real data to support their contentions, and displays an abysmal ignorance of published literature. The reason becomes apparent when you realize that not a single one of the 13 Western Washington University authors has ever published a single paper on global climate change and none have any expertise whatsoever in climate issues.

Their claim that my publications "have not passed through rigorous peer review" is false. Virtually all of my 180 publications were peer-reviewed. The real joke here is they "fully support the 2007 IPCC report," but Donna Laframboise in 2011 documented that 30 percent of the references used were not peer-reviewed, so using their own standard, they would be forced to reject the 2007 Intergovernmental Panel on Climate Change report!

The authors claim that "CO2 is a powerful greenhouse gas" that has "significant and measureable impact on surface temperature." Carbon dioxide is a greenhouse gas, but it has little impact on temperature because it makes up only 0.038 percent of the atmosphere, has changed only 0.008 percent since carbon dioxide rose after 1945 (if you double nothing, you still have nothing), and accounts for only 3.6 percent of greenhouse warming. Carbon dioxide is incapable of changing global temperature by more than a fraction of a degree.

The authors "decry the injection of such poor quality science into the public discourse." I work with 20 of the world's top scientists, including atmospheric physicists, astrophysicists, geologists, and marine geophysicists who wouldn't waste time working with me if my research was "of poor quality."

The authors claim that my work requires "broad, decades-long conspiracy ....to falsify climate data."

In 1999, NASA data showed the 1930s were the hottest decade of the century and 1936 the hottest year. In 2012, NASA subtracted temperatures from the 1930s data and added to recent temperatures to claim that recent years were "unprecedented and the warmest ever recorded." Check NASA data tampering at http://stevengoddard.wordpress.com/data-tampering-at-ushcngiss/. This lies behind all of the false claims that recent global warming is "unprecedented."

The authors claim a "vast consensus of the science community." However, 31,487 U.S. scientists (including 9,000 with doctorates) with degrees in atmospheric, Earth sciences, physics, chemistry, biology and computer science have signed a statement that reads: "There is no convincing scientific evidence that human release of carbon dioxide, methane, or other greenhouse gases is causing, or will in the foreseeable future, cause catastrophic heating of the Earth's atmosphere and disruption of the Earth's climate." Check names and expertise at http://www.petitionproject.org/. Signatures of 1.5 million scientists would be required to achieve the claimed "vast consensus" of scientists! The Intergovernmental Panel on Climate Change chairman admitted that 80 percent of the people involved in the panel were not even scientists!

The WWU faculty was challenged to debate the issues. The response from David Hirsh was: "I don't want the media to present both sides of an issue." "Well, the problem is it's not 'my' science. I do not now, nor have I claimed to be an expert in climate science. The question was would I support a debate-type forum to be hosted at WWU? I would not." He went on to say that he didn't want to debate because he had not addressed any of the scientific issues, but supported the personal attack.

So what can we conclude about The Bellingham Herald opinion column? Perhaps more than anything it shows that amateurs with no expertise in climate issues are way out of their league and would be wiser to stick to their own areas of expertise, hard rock geology. In the end, nature will tell us who is right and that is happening right now as the climate continues to cool with no warming in 15 years." (http://www.bellinghamherald.com/2013/04/14/2958336/easterbrook-disputes-wwu-faculty.html)

Spurning hvort wannabe skógfræðingurinn og burtrekni mælalesarinn kannist nokkuð við þessa lýsingu:

"...(just read the slurs and innuendos) containing misrepresentations, no real data to support their contentions, and displays an abysmal ignorance of published literature. The reason becomes apparent when you realize that not a single one of the 13 Western Washington University authors has ever published a single paper on global climate change and none have any expertise whatsoever in climate issues."

Það bylur hæst í tómri tunnu :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 14:34

34 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það bylur hæst í tómri tunnu :)

Þetta er nokkuð lýsandi um athugasemdir þínar við þessa færslu Hilmar. Ég hef skrifað um vin þinn og falsarann Easterbrook: Að fela núverandi hlýnun

Höskuldur Búi Jónsson, 20.3.2014 kl. 15:30

35 identicon

Eigum við aðeins að líta efnislega á skrifin þín, tilvitnuðu, um meintan vin minn og falsara Easterbrook:

"Eins og sjá má, þá virðist hann auka vægi hlýnunar fyrr á síðstu öld á kostnað hlýnunar sem er nú – samkvæmt honum þá er hitastig nú svipað og það var í kringum miðja síðustu öld. Við vitum að svo er ekki (sjá Helstu sönnunargögn og NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið), þannig að annað hvort er hann að nota staðbundin hitagögn – eða hann er að breyta þeim gögnum sem til eru. Auk þess má benda á að spár IPCC líta ekki eins út og hann sýnir (sjá Loftslag framtíðar)."(sic)

Sjálfur sýnist mér E útskýra þetta meinta aukna vægi hlýnunar t.d. hérna: http://www.youtube.com/watch?v=4LkMweOVOOI

Þessi ágæti doktor og sérfræðingur í loftslagsmálefnum (ath. Höski og Svatli verða seint kallaðir sérfræðingar í loftslagsmálefnum) vill meina að hann notist við frumgögn um meðalhita á fyrra hlýskeiði síðustu aldar. Það er þekkt, vitað og viðurkennt að NASA (Mann made AGW) hefur föndrað við að lækka meðalhita á fyrra hlýskeiði síðustu aldar og að sama skapi að hækka meðalhita á núverandi hlýskeiði. Tilgangur helgar semsagt meðalið hjá Mann et al.

Hvað varðar "frumloftslag" þá ætti það ekki að koma á óvart að það hefur oft verið heitara í heiminum en í dag - og jafnframt kaldara.

Ég vil að lokum benda á þá augljósu staðreynd að umfjöllun þín um meintar falsanir og mistúlkanir dr. E. er þér til skammar sem vísindamanni, en náttúrulega ákaflega heillandi sem loddara og heimsendaagent, enda er aðalheimildin færslur af bloggsíðunni http://hot-topic.co.nz/! Dæmi um heilaspunann sem veður þar uppi er eftirfarandi umjöllun: http://hot-topic.co.nz/is-misinformation-about-the-climate-criminally-negligent/#more-13317

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 17:21

36 identicon

Hilmar, þú dregur fram enn einn dýralækninn (með fullri virðingu fyrir þeirri starfstétt) sem á að sannfæra þig um að halda áfram að reykja, þótt 97 læknar hafi sagt þér að lungun þín séu á síðustu metrunum:

Hver er þessi David Deming:

1. Hvað hefur hann ritað margar ritrýndar greinar um loftslagsvísindi í viðurkenndum vísindatímaritum? Ég finn ekki eina einustu.

Hann hefur aftur skrifað mikið af greinum og lýst skoðunum sínum, t.d. þessar samkvæmt Wikipedíu:

1. Are we running out of oil?, January 29, 2003.

2. Petroleum Age Just Beginning, August 15, 2003.

3. Oil Fuels Human Progress, May 1, 2007.

4. Plenty of Oil Out There Oklahoman, October 26, 2009.

Þetta segir mér allt sem þarf um þennan sérfræðing þinn í loftslagsmálum.

Hvernig væri nú að hlusta aðeins á læknana, hér eru ein virtustu samtök vísindamanna í heiminum með mjög afdráttarlausa yfirlýsingu:

http://www.aaas.org/news/aaas-kicks-initiative-recognize-climate-change-risks

"The report provides three key messages for every American about climate change:

* Climate scientists agree: climate change is happening here and now.

* We are at risk of pushing our climate system toward abrupt, unpredictable, and potentially irreversible changes with highly damaging impacts.

* The sooner we act, the lower the risk and cost. And there is much we can do."

Hvað er AAAS:

http://www.aaas.org/

http://en.wikipedia.org/wiki/American_Association_for_the_Advancement_of_Science

Skratti (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 20:48

37 identicon

Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég svara ekki nafnlausum andskotum (nóg að eiga við hina).

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 21:03

38 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

"Sérfræðingar" Hilmars virðast nú yfirleitt ekki upplitsdjarfir og búið að hrekja flest allt af fullyrðingum þeirra víða, m.a. téðs Don Easterbrook, t.d. í tenglinum sem Höski gaf upp hér að ofan. Hilmari virðist alveg sama þó að gaurinn sé staðinn að fölsunum og lygum - áfram heldur Hilmar að tilbiðja innihaldslausar fullyrðingar hans... Á loftslag.is má líka finna myndband um "Ósérhæfða sérfræðingar" - fróðlegt líka, enda kemst upp um ýmislegt bull frá hinum óvísindalegu nálgunum sem koma frá hans óvísindalegu hlið innihaldslausra fullyrðinga ;)

PS. Af gefnu tilefni segi ég að ég er ekki að svara Hilmari sérstaklega (ætli það væri ekki kallað að skemmta skrattanum) - er svona meira að benda öðrum lesendum á að það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi hans...

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.3.2014 kl. 22:27

39 identicon

Nú kannast ég við Svein Atla Gunnarsson :)

Skógfræðingurinn, sem aldrei varð, er ekki í vandræðum með að "hrekja fullyrðingar" fræðimanna með áratuga reynslu í loftslagsvísindum, doktorsgráður og rannsóknarverkefni að baki.

Þetta eru bara "gaurar sem eru staðnir að fölsunum og lygum" að mati Svatla. Á loftslag.is má svo finna snörun á framleiðslu teiknimyndahöfundarins John C(r)ook sem er ekki í vandræðum með svart-hvítu útfærslurnar.

Svona málflutningur er sorglegt dæmi um málefnafátækt bókstafstrúarbullaranna þessa dagana - ekkert eftir nema smear campaign og innantómar yfirlýsingar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 23:31

40 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar: Þú gagnrýnir skrif mín ekki efnislega. Ef þér finnst eitthvað rangt við þau þá spyr ég:

  1. finnst þér í lagi að nota staðbundin gögn frá Grænlandsjökli sem vitnisburð um hnattrænt hitastig?
  2. finnst þér í lagi að segja að hitastig sé lægra en síðastliðin 10 þúsund ár og gleyma að taka með í reikninginn síðastliðin 100 ár?

Með seinni liðinn - þá er nú ekki það teygjanlegt hugtak að hægt sé að gleyma því sem gerst hefur í hitastigi síðastliðin 100 ár eða svo ;)

En það er víst margt teygjanlegt í þínum huga - meðal annars hefur þú í gegnum tíðina reynt að teygja hafís upp á fjöll, þegar þú ruglar saman hafís og jökla - úps, hann ætlar ekki að gleyma þessu

Höskuldur Búi Jónsson, 21.3.2014 kl. 10:05

41 identicon

Höskuldur Búi Jónsson bregst ekki væntingum frekar en Svatli :)

Jú, Höski minn, ég gagnrýndi sannarlega skrif þín efnislega og já, mér finnst ýmislegt rangt við að byggja "vísindaskrif" þín á bloggsíðunni http://hot-topic.co.nz/.

Vandamálið er að þú hefur enga sérmenntun í loftslagsfræðum Höskuldur Búi. Þú ert með Bs í jarðfræði frá HÍ og master í tölvunarfræði frá NoName háskólastofnun í Bretlandi af svipuðu kalíberi og HÍ, enda ertu eins fjarri vísindalegri hugsun og Al Gore.

Engu að síður virðist þú telja þig færan um að lepja upp lygarnar úr skepticalscience og hot-topic.co.nz og matreiða voodoo-vísindin eins og þau séu á pari við afstæðiskenninguna.

En veistu hvað Höskuldur Búi? Ég hef fréttir að færa. Tilgátan um hnatthlýnun af manna völdum hefur ekki verið sönnuð og hvert árið sem líður án hnatthlýnunar grefur undan gildi tilgátunnar.

Þið félagarnir, Svatli og þú, eruð í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann að reyna að heilaþvo landsmenn áður en næsta kuldaskeið skellur á, svo að þið getið þá haldið áfram að mjólka kúna með því að kenna meintri óðahlýnun af manna völdum um kuldann!

Og talandi um kulda. Ég vil að gefnu tilefni minna á að árið 2013 var kaldasta árið á þessari öld á landinu bláa og ekki byrjar árið 2014 félega fyrir landsmenn:

"Vont veður áfram vítt um land"

>http://www.visir.is/vont-vedur-afram-vitt-um-land/article/2014140329774

"Vegirnir ekki opnaðir vegna veðurs"

>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/21/vegirnir_ekki_opnadir_vegna_vedurs/

"Ekki verið eins lengi ófært í mörg ár"

>http://www.ruv.is/frett/ekki-verid-eins-lengi-ofaert-i-morg-ar

Það lítur út fyrir að þið félagarnir verðið að hjóla í fréttastofur Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og RÚV til að vinda ofan af ófærðarfréttum 21. mars 2014, u.þ.b. mánuði fyrir "sumardaginn fyrsta" á Íslandi!

Já, það er ekki lítið sem þið spunameistararnir færist í fang. Verst að náttúran virðist ekki vera á ykkar bandi:

Miðað við 158 mánaða leitni hefur meðalhiti á jörðu ekki verið lægri frá 1973(!)

> http://bobtisdale.files.wordpress.com/2014/03/04-ncdc-158-mnth-trends.png

Og miðað við 201 mánaðar leitni hefur meðalhiti á jörðu ekki verið lægri frá 1978(!)

> http://bobtisdale.files.wordpress.com/2014/03/05-ncdc-201-mnth-trends.png

Það er spurning hvort skilningavit ykkar félaga verði nokkuð opnuð á næstunni vegna veðurs?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 14:12

42 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar forðast að svara spurningum eins og venjulega og kemur þess í stað með helstu fréttir um veðrið í bland við skítkast, sem er einmitt í anda þess sem varð til þess að Trausti tók sér bloggfrí - takk fyrir það Hilmar.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.3.2014 kl. 15:32

43 identicon

Fyrirgefðu mér Höskuldur Búi. Mér varð það bara á að líta út um gluggann í stað þess að lesa þessar gagnmerku spurningar þínar :)

1. Já, borkjarnar úr Grænlandsjökli gefa vissulega vísbendingu um hitastig í gegnum tíðina.

2. Já, ef þú hefur ómakað þig við að kíkja á krækjurnar sem fylgdu síðustu athugasemd minni þá sérður að ca. 0,4°C hlýnun telst vart vera mælanlegur hiti, en það er nú staða allrar óðahlýnunarinnar ykkar í augnablikinu :)

Fyrst að ég hef nú samviskusamlega svarað áleitnum spurningum þínum þá væri ekki úr vegi að þú upplýstir mig um hvaða meint "skítkast" ég viðhafði í umræddri athugasemd.

1. Er það ekki rétt með farið að þú ert ekki sérmenntaður loftslagsfræðingur?

2, Er það ekki rétt með farið að þú ert með Bs í jarðfræði frá HÍ og master í tölvunarfræði frá NoName háskóla í UK?

3. Er það ekki rétt með farið að þú hefur stundað það að gera þig breiðan með snörun á misjafnlega "vísindalegum" greinum úr skepticalscience og hot-topic.co.nz?

4. Er það ekki rétt með farið að tilgátan um meinta hnatthlýnun af manna völdum (skelfilega "spilliefnið" CO2) hefur ekki verið sönnuð?

5. Er það ekki rétt með farið að meðalhiti andrúmslofts á jörðinni er að lækka, sem og ársmeðalhiti á Íslandi?

6. Er það ekki rétt með farið að spunameistarar kolefnistrúarbragðanna eru nú farnir að kenna meintri óðahlýnun um óvenjulega kulda í USA?

7. Er það ekki rétt með farið að árið 2013 er kaldasta árið á Íslandi á þessari öld?

8. Er það ekki rétt með farið að það er bullandi ófærð víðast hvar um landið, mánuði fyrir sumardaginn fyrsta?

9. Er það ekki rétt með farið að þið félagar hafið reynt að hjóla í íslenska fjölmiðla sem voga sér að birta fréttir um komandi kólnun?

10. Er það ekki rétt með farið að miðað við 158 mánaða leitni/201 mánaða leitini er meðalhitastig andrúmslofts jarðar á pari við meðalhitann á jörðu fyrir og um 1975?

Reyndu að svara þessu efnislega karlinn áður en þú kemur með venjulegar yfirlýsingar um "skítkast".

Og að lokum Höskuldur Búi, það er ekkert að þakka. Eins og marg oft hefur komið fram þá útskýrði Trausti Jónsson tímabundið bloggstopp sitt skilmerkilega:

"Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því."

> http://www.visir.is/trausti-jonsson-haettir-ad-blogga-vegna-areitis/article/2014140319287

En þér munar auðvitað ekki um að fara rangt með orð TJ sem og orð annarra vísindamanna.

Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vitna beint í Dr.Easterbrook:

"Perhaps more than anything it shows that amateurs with no expertise in climate issues are way out of their league and would be wiser to stick to their own areas of expertise, hard rock geology. In the end, nature will tell us who is right and that is happening right now as the climate continues to cool with no warming in 15 years."

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 16:37

44 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Persónunjósnir, í bland við skítkast og óútskýrðar fullyrðingar, ásamt því að rugla saman staðbundnum og tímabundnum sveiflum saman við loftslag - eru ekki rökræður um loftslagsmál og því ekki svaravert.

Hins vegar er þetta nákvæmlega ástæðan fyrir því að Trausti fór í blogghlé.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.3.2014 kl. 20:55

45 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ætti maður kannski að íhuga blogghlé?

Emil Hannes Valgeirsson, 21.3.2014 kl. 21:36

46 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski er besta ráðið að ignora þá sem hlaupa öllu í uppnám, leyfa þeim það sem sagt ekki, láta bara eins og þeir séu ekki á staðnum. Meðan menn leika þann leik að vera að munnhöggvast við þá heldur þetta áfram til næstu ísaldar, ef ekki lengur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2014 kl. 11:26

47 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Er ekki ísöldin bara rétt handan við hornið? Glætan
Annars er ég nokkuð rólegur yfir þessu. Ýmsar merkar bloggfærslur eru í deiglunni en meiningin hjá mér er að halda með einhverju móti aftur af þeim sem fara yfir strikið, hvar svo sem þetta strik er.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.3.2014 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband