Um klukkuna og miđvökutíma

Ţeir sem eru fylgjandi ţví ađ seinka klukkunni hafa lagt áherslu á kosti ţess fyrir lýđheilsu landans ađ klukkan sé í meira samrćmi viđ gang sólar en nú er. Fleiri sólarstundir á morgnana sé náttúruleg heilsubót og drífi fólk á fćtur hressara í bragđi og glađari inn í daginn. Ţađ sé ţví algerlega tímabćrt ađ gera eitthvađ í ţessum málum og seinka klukkunni um svo sem eins og eina klukkustund eđa jafnvel eina og hálfa, ţannig ađ sólin sé í hádegisstađ klukkan tólf á vesturhluta landsins en ekki um klukkan 13:30 eins og nú er. En hinsvegar. Ef mađur skođar dćmigerđan vökutíma landsmanna međ tillit til sólarbirtu ţá er kannski ekki alveg víst ađ seinkun klukkunnar sé einhver raunveruleg leiđrétting. Kannski er ţví bara öfugt fariđ. Til ađ skođa ţađ betur vil ég beina athyglinni ađ ţví sem ég kalla miđvökutíma sem ég ćtla ađ reyna ađ útskýra međ hjálp mynda, og hvernig mismunandi klukka og vökutími hefur áhrif á ţennan miđvökutíma.

Fyrst hef ég teiknađ upp hinu gömlu tímaviđmiđun Eyktartal sem hér var viđ lýđi áđur en raunverulegar klukkur komu til sögunnar, hvađ ţá samrćmd ríkisklukka. Viđ gerum auđvitađ ráđ fyrir ađ fólk hafi áđur fyrr lifađ í réttum takti viđ birtuna og náttúruna, ótruflađ af stimpilklukkum og stundarskrám nútímans. Hver stađur hafđi ţá sína viđmiđanir sem voru fjallstindar og önnur kennileiti á hverjum stađ. Sólin var ţá í hásuđri á hádegi. Alls voru átta eyktir í sólahringnum og hver eykt ţví ţrír tímar samkvćmt nútímatali. Tveimur eyktum fyrir hádegi, eđa kl 6, voru rismál og má ţví gera ráđ fyrir ađ ţađ hafi veriđ eđlilegur fótaferđatími fólks. Náttmál voru síđan ţremur eyktum eftir hádegi eđa kl. 21 ađ okkar kvöldtíma. Kannski var ţetta ekki alveg fullmótađ, spennandi húslestur gat mögulega dregist á langinn stöku sinnum.

EyktarKlukka

Miđađ viđ ţennan vökutíma milli rismáls og náttmáls er ljóst ađ miđvökutíminn hefur veriđ  klukkan 13.30 á dögum gömlu eyktarstundanna, en ţá er jafn langur tími frá ţví fólkiđ fór á fćtur og ţar til ţađ lagđist til hvílu. Ţađ er einni og hálfri klst. eftir ađ sólin er í hádegisstađ. Um jafndćgur ađ vori og hausti kćmi sólin upp viđ rismál og sest ţremur tímum fyrir náttmál eins og miđađ er viđ í myndinni.

Í framhaldi af ţessu skođa ég nćst núverandi stöđu hér á landi. Er tilvera okkar algerlega úr takti viđ gang sólar, eđa kannski ekki svo mjög? Núverandi klukka

Samkvćmt núverandi stöđu međ óbreyttri klukku gef ég mér ţađ ađ dćmigerđur fótaferđatími landans sé kl. 7.30, hvunndags. Sumir vakna vissulega seinna, sérstaklega um helgar, og sumir enn fyrr, og sé fólk vakandi í 16 tíma eins og eđlilegt ţykir, ţá er miđvökutíminn í ţessu tilfelli kl. 15:30, sem er tveimur klst eftir ađ sólin er í hádegisstađ um kl. 13.30. Ţarna munar ekki nema hálftíma á miđvökutíma gamla eyktartalsins og núverandi klukku og skýrist af 16 tíma vöku í stađ 15. En eftir sem áđur kemur sólin upp á fótaferđatíma um vor- og haustjafndćgur.

Ţá er nćst ađ skođa breytta klukku eđa "rétta klukku" eins og talađ er um, ţannig ađ sólin sé í hásuđri klukkan 12 á hádegi. Morgunbirtan fćrist ţá framar og ađ sama skapi dimmir fyrr síđdegis.

BreyttKlukka

Miđađ viđ sólarhádegi klukkan 12 og óbreyttan vökutíma ţá hefur sólin skiniđ í einn og hálfan tíma fyrir fótaferđatíma um jafndćgur. Miđvökutíminn er eftir sem áđur klukkan 15:30 en er nú orđinn ţremur og hálfum tíma eftir sólarhádegi sem ţarna er klukkan 12. Sem sagt komin stóraukin skekkja á milli miđvökutíma og sólarhádegis. Á dögum hins gamla eyktartíma var ţessi munur hinsvegar ekki nema einn og hálfur tími eins og sést á fyrstu myndinni og tveir tímar samkvćmt núverandi klukku.

Međ ţví ađ breyta klukkunni svona ţá fćrist sólarbirtan inn í svefntíma ađ morgni og kvöldmyrkriđ inn í vökutíma ađ sama skapi. Birtan yrđi ţá hreinlega allt of snemma á ferđinni miđađ viđ hefđbundinn vökutíma. Samkvćmt gömlu eyktarstundunum vaknađi fólk á sama tíma og sólin kom upp um jafndćgur og ţannig er ţađ einnig í dag. Ef klukkunni yrđi hinsvegar breytt kćmi fram skekkja í ţessum málum. Hana vissulega má leiđrétta međ ţví ađ fólk vakni fyrr á morgnana og fari fyrr í rúmiđ á kvöldin. Út úr ţví kćmi hinsvegar sama stađa mála og er í dag, og má ţví spyrja: Hverju vilja menn breyta? Breyta klukkunni svo fólk vakni fyrr, til ţess eins ađ fá sömu stöđu og í dag? Hví ţá ađ breyta ţví sem er í lagi? Klukka er bara klukka og ţađ skiptir í raun engu máli á hvađa tölustaf vísarnir benda hverju sinni varđandi sólargang og vökutíma. Á endanum hlýtur ađalatriđiđ ađ vera ađ vökutíminn sé í sćmilegu samrćmi viđ sólargang, eins og hann er í dag. Eđa hvađ? Ţetta er allavega eitthvađ til ađ pćla í.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér fyrir ţetta Emil, en ţess má gjarnan geta ađ ţađ er til gamalt orđ yfir ţađ sem ţú kallar hér „miđvökutíma“, orđiđ „miđmunda“. Páll Vídalín segir: 

„... ađ miđmunda og miđdegi, er vér köllum, er prćcise kl. 1 og 30 mín., hálfri eykt eptir hádegi“.

Verđi fariđ í ţessa breytingu mun fljótlega koma upp krafa um ađ tekinn verđi upp sumartími til ađ lengja birtuna síđdegis í ágúst og september - birturániđ er langbagalegast í góđviđri á ţeim tíma árs. 

Trausti Jónsson, 16.3.2019 kl. 02:18

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţađ er nefnilega ţađ. Ýmis örnefni vísa einmitt til ţessa orđs, miđmunda - einum og hálfum tíma eftir hádegi, svo sem Miđmundargil og Miđmundartindur. Ţetta kemur ţví vel heim og saman, en örnefniđ Miđvökutindur er laust til notkunar.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2019 kl. 11:22

3 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Ég legg til ađ hiđ opinbera láti ţjóđina

gera nákvćma SKOĐANAKÖNNUN á klukkumálinu samhliđa

okkar venjulegu sveitarstjórnar,Alţingis eđa forsetakosningum.

Hérna kemur mín skođum á málinu: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2228612/

Jón Ţórhallsson, 16.3.2019 kl. 12:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband