Snjór síðustu 20 árin

Það hefur ekki verið snjór á jörðu hér í höfuðborginni það sem af er nóvember sem er reyndar ekkert einsdæmi. En hér að neðan er mynd sem sýnir hvenær snjór hefur þakið jörð höfuðborgarinnar sl. 20 ár. Þetta er allt byggt á eigin athugunum en ég hef skráð snjóhulu ásamt öðrum veðurþáttum frá árinu 1986. Hver lárétt lína táknar einn vetur og hvítur litur sýnir hvenær jörð hefur verið hvít og fjöldi daga er sýndur til hægri. Þarna má sjá ýmis merkistímabil: Snjólausu mánuðina okt-des 1987 sem voru mikil nýjung á þeim árum. Snjóþungu mánuðina jan-apríl 1989 og '90, en árið 1989 var sérstaklaga snjóþungt í borginni í langan tíma. Svo voru langir og snjóþungir vetur 1994-'95 og 1999-2000. Sá allra snjóléttasti síðastliðin ár er veturinn 2002-2003 með aðeins 32 snjódaga en sá vetur var líka einstaklega hlýr á öllu landinu.

Athuganir miðast við miðnætti hvers sólahrings. Það er stundum matsatriði hvenær jörð er hvít og hvenær ekki, en það er ekki skilyrði hjá mér að jörð sé alhvít til að vera skráð hvít, það getur verið flekkótt jörð eða snjóföl en ég miða annars við svona 50% sjóhulu.

snjor

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott síða hjá þér.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.11.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Og mjög athyglisverðar pælingar. Þú þarft að kynnast honum Sigga Guðjóns. http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/  Þið hefðuð um margt að spjalla sem veðuráhugamenn. Það erum við Kjartan reyndar líka, en kannski ekki alveg í sama mæli... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 01:40

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég kannast við þennan Sigga.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.11.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband