1.12.2007 | 00:36
Veðurfréttir
Þá er veðurfærslu síðasta dags nóvembermánaðar lokið og eins og öðrum dögum er ég búinn að gefa þessum degi veðurfarslega einkunn. Þrátt fyrir sterkan vind hér í borginni fékk dagurinn 3 í einkunn af 8 mögulegum (nánar um það síðar). Mánuðurinn fékk 4,1 í heildareinkunn sem er í slöku meðallagi. Þetta var umhleypingasamur mánuður, nokkuð hlýr og nánast snjólaus. Nú ætlar veturinn hinsvegar að taka völdin hér á landi með kulda og trekki sem breytir þó ekki því að árið í heild verður hlýtt eins og öll ár þessarar aldar hafa verið hingað til.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég gef þessum mánuði svona 6 af tíu mögulegum. Hann er vel hlýr, hann er snjólaus og margir notalegir dagar í honum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2007 kl. 17:24
Mér skilst það Sigurður að þú sért ekkert fyrir snjó og vetrarkulda en ég er ekki alveg á þeirri línu. Þessi einkunn mín er reyndar samkvæmt dálitlu kerfi sem ég kom mér upp á sínum tíma og er meðaleinkunn allra daga mánaðarins. Svona veðurskráningar eru sjálfsagt sérviskulegar en hafi maður einu sinni byrjað á þessu er engin leið að hætta (svo maður vitni í dægurlagatexta).
Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2007 kl. 20:21
Það er ekkert varið í fólk nema sérvitringa, helst veðursérvitringa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.