Valdabarátta heita og kalda loftsins

valdabaratta

Nú á sér stað hér á landi mikil valdabarátta milli heita og kalda loftsins. Þegar þetta er skrifað hefur kalda loftið úr vestri náð yfirhöndinni, því fylgir frekar bjart og svalt veður með hægum vindi úr vestri. Hæðin í austri gerir svo atlögur með hlýjum vindum að sunnan en eins og myndin sýnir þá er víglínan núna rétt fyrir austan land. Það lítur hinsvegar út fyrir að heita loftið nái yfirhöndinni aftur með nýrri sókn og því fylgja eindregnir, rakir og hlýir suðlægir vindar, en þegar við erum stödd í átakalínunni, eða skilunum, þá er veðrið auðvitað verst. Langtímaspár segja núna að kalda loftið muni að lokum ná völdum á ný, svona rétt yfir jólin sem eykur mjög líkurnar á hvítum jólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Að sjá aftur skilin svona greinilega rifjar upp hvað maður hefur í rauninni saknað þeirra.  Allt verður einhvern vegin miklu skýrara og einfaldara að lesa í kortið.

Hvar nærðu í þessar myndir?

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessi mynd er frá Met Office, bresku veðurstofunni.

Slóð: http://www.metoffice.gov.uk/weather/europe/surface_pressure.html

Ég hef reyndar passað uppá að taka alltaf fram hvaðan ég fæ myndir ef ég útbý þær ekki sjálfur en mundi ekki eftir því að þessu sinni. Þetta eru mjög fín kort frá þeim og það er hægt að sjá mismunandi spákort sem gilda allt að 84 klst fram í tímann.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.12.2007 kl. 15:14

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fínt, ég er einmitt að fara til Englands á morgun og maður verður auðvitað að fylgjast með veðrinu þar, rétt eins og hér! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 15:31

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú er ég komin til Englands, er í borg um 180 km norður af London. Það er kalt. Hitastigið er um +1°C og það er miklu kaldara en heima við sama hitastig. Varla hreyfir vind og skyggni er sáralítið. Kuldinn smýgur í gegnum fötin og merg og bein og það er fjári erfitt að klæða þetta af sér. En sem betur fer hafði ég lopapeysuna með.

Var að skoða slóðina sem þú gafst mér í athugasemdinni og athugaði spána. Hún er svipuð, en hitastig fer upp í 7 gráður á aðfangadag. Þá fer ég á austurströnd Englands og þar er spáin ósköp svipuð.

Ég sem er helst alltaf berfætt og fer ekki í sokka nema tilneydd verð sennilega að kaupa mér sokka á morgun... 

En hér verður enginn jólasnjór, svo mikið er nokkuð víst.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.12.2007 kl. 16:01

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já Lára, það er gjarnan þannig að veðrið á Englandi er öfugt við það sem er á Íslandi, nú er einmitt að kólna hér og þá hlýnar á Englandi. Spárnar um jólasnjóinn hér eru líka stöðugt að styrkjast.

Annars átti ég erindi til Englands í desember í fyrra og var í bæ sem heitir Kings Lynn sem gæti verið nálægt þínum slóðum. Það eftirminnilegasta úr þeirri ferð var hinvegar þegar ég kom til London, að ég varð vitni að skýstrók (tornado) í fjarska sem olli tjóni á nokkrum húsum og þótti merkilegt. Þú getur rétt ímyndað þér hvort mér hafi ekki einnig þótt það merkilegt, enda mikið fyrir öfgar í veðri.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.12.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband