Básendaflóðið 1799 og Seltjörn

Í tilefni dagsins ætla ég að skrifa aðeins um Básendaflóðið svokallaða (stundum skrifað Bátsendaflóðið) sem herjaði á Suðvesturströndina aðfaranótt 9. janúar árið 1799 og tengdist einu mesta hamfarveðri sem sögur fara af í þeim landsfjórðungi. Það var mjög djúp og kröpp lægð sem þá kom upp að landinu með suðvestan fárviðri sem skall á um sama leiti og stórstreymt var, en það eru einmitt skilyrðin fyrir náttúrhamfarir eins og þessar. Afleiðingar voru þær að þá bólgnaði hafið upp og æddi inn á land og olli stórkostlegum skaða allt frá Þjórsárósum og vestur á Breiðafjörð. Ýmsir útgerðar og verslunarstaðir við ströndina urðu mjög illa úti, bátar og skip brotnuðu í spón og fjöldi búfénaðar fórst. Ein öldruð kona drukknaði en annars var mesta furða að ekki varð meira manntjón því víða sluppu menn skrekkin nær dauða en lífi. Fárviðri þetta og þá sérstaklega sjávarflóðið er kennt við verslunarstaðinn við Básenda vestast á Reykjanesskaga, en sá staður lagðist í auðn eftir hamfarirnar enda eyðilögðust þarna nánast öll hús staðarins vegna foks og sjávargangs.

Við sjávarflóðin urðu miklar breytingar á strandlengjunni. Dæmi um það má sjá yst á Seltjarnarnesi en þar rauf sjórinn land það sem aðskildi Seltjörn frá sjónum að vestanverðu. Síðan þá hefur Seltjörn með sinni fjöru tilheyrt hafinu með hálfeyjuna Gróttu sér að norðanverðu og Suðurnesið að sunnanverðu. Seltjarnarneskaupstaður og jafnvel höfuðborgin sjálf stendur svo á því nesi sem dregur nafn sitt af tjörninni sem hvarf sjónum í Básendaflóðinu hinn 9. janúar árið 1799. 

Seltjörn 9. janúar 2008

Seltjörn 9. janúar 2008. Mynd E.H.V.

Nánari fróðleik má nálgast hér þar sem meðal annars er ýtarleg samantekt eftir Lýð Björnsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fræðandi að lesa,ekki hafði maður  hugmynd um þessar hamfarir,takk fyrir fræðandi síðu.

jensen (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bestu þakkir fyrir þennan fróðleik.

Ágúst H Bjarnason, 9.1.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ætli það sé ekki rétt að orða það svo, að á blogginu þínu sé ævinlega hafsjór af fróðleik... 

Takk fyrir hann.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Æ, takk sömuleiðis en það gengur nú reyndar stöðugt á þekkingarforðann hjá mér.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.1.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þá er bara að bæta við sig og fylla forðabúrið jafnóðum - enda er það svo gaman!

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fróðlegur pistill og mjög flott mynd. 

Marta B Helgadóttir, 20.1.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband