Hvít kúlnahríð við sjávarsíðuna

Vopnaður myndavél fór ég í morgun niður að sjónum við Eiðsgranda. Ég átti von á því að eftir óveður gærkvöldsins gæti verið flottur öldugangur þarna sem gaman væri að ljósmynda en það sem stal hins vegar senunni var haglél mikið sem skall þarna skyndilega á. Þá var ekkert annað að gera en að setja upp leifturljósið á myndavélinni, smella af og útkoman var þessi þegar blossinn lýsir upp kúlnahríðina.

Éljagangur 9. febrúar 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skemmtileg mynd.  Blotnaði ekki myndavélin við þetta?

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Flott mynd !

Ágúst H Bjarnason, 9.2.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tek fram að hvorki ljósmyndari né myndavél hlutu skaða af við gerð þessarar myndar.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband