Landslagslýsing að hætti Þórbergs Þórðarsonar

suðursveit 

 „Landið fyrir vestan Breiðabólstaðarbæi var mjög ólíkt landinu fyrir austan þá. Fyrir vestan var það miklu breiðara og meira af tilbreytingum í því. Þar var miklu lengra frá fjalli til fjöru og Lónið breiðara. Það var vegna þess, að fyrir austan bæina lá fjallið til suðvesturs í sömu stefnu og ströndin. En fyrir vestan þá beygði fjallið til vesturs og fjaran meira til suðurs. Af því varð meira undirlendi og meira af punti, sem komst fyrir í landinu.

Þennan texta má finna í bókinni Um lönd og lýði, sem er önnur af fjórum Suðursveitabókum Þórbergs Þórðarsonar. Ásamt endurminningum frá uppvaxtarárum má þar finna ýtarlegar náttúru- og mannlífslýsingar frá heimahögum rithöfundarins sem fæddist á þessum degi fyrir 120 árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með daginn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir það og til hamingju sömuleiðis.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.3.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband