Á mannkynið möguleika út í geimnum?

geimfararÞegar eðlisfræðingurinn Stephen Hawking kveður sér hljóð, er hlustað af andakt enda maðurinn talinn öðrum fremri að gáfum og andagift. Hawking hefur væntanlega rétt fyrir sér að það sé farið að þrengja að mannkyni hér á jörðu og sér þá lausn eins og sumir aðrir að snúa sér að landvinningum út í geimnum. Ef úr þessu yrði væri það afar tímafrekt og kostnaðarsamt ferli sem tæki hugsanlega aldir áður en eitthvert landnám gæti hafist að ráði. En það er kannski ekki málið því hér er verið að tala um framtíð mannkyns til langrar framtíðar. Ég get þó ekki af því gert en mér finnst oft svona framtíðarhugmyndir bera keim af bjartsýni og oftrú á getu mannsins, ekki síst í geimferðamálum. Ég er nógu gamall til að muna eftir framtíðarspádómum hér áður fyrr og hefðu þær ræst þá væri fólk í dag að fara í skreppitúra til Ástralíu með eldflaugum eins og ekkert sé og ég sjálfur kannski að skipuleggja sumarfríið á Tunglinu núna. Landnám út í geimnum og þá erum við að tala um önnur sólkerfi, krefst gífurlegrar tækniþekkingar til langrar framtíðar sem er kannski ekkert sjálfsagt mál. Í dag eru það olíulindir sem halda uppi velmegun mannkynsins en þær verða uppurnar áður en langt um líður og eftir það er hætt við að harðna fari á dalnum og mannkyni taki að hnigna. Ef landnám í einhverri mynd tækist á einhverri plánetu í órafjarlægð frá jörðu yrði það sennilega ekki sjálfbært samfélag og væri því háð aðföngum frá jörðinni. Það er hætt við því að svoleiðis mannabyggð gæti að lokum einangrast frá jörðinni þegar ekki verður lengur grundvöllur fyrir ferðum á milli og að hið fjarlæga plánetusamfélag muni þá daga uppi eins og hinir vestrænu Grænlendingar forðum.
mbl.is Hawking hvetur til nýrra landvinninga í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum að róa öllum árum að því að fara út í geiminn ef við viljum ekki að mannkynið deyja út, við lifum á hnífsblaði hér á jörð.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:22

2 identicon

Það er í raun ekki svo kostnaðarsamt að hefja skipulega leit eða byggingu bækistöðva í geimnum sé miðað við ferðir Hollendinga til A-Asíu eða Spánverja til Rómönsku Ameríku á þeim tíma (hlutfallslegur kostnaður). Ferlið gæti vissulega tekið langan tíma en þá dreifist líka kostnaðurinn.

Er það ekki einmitt það sem við þurfum að vera, bjartsýn og trúa á okkar getu til að lifa af? Landvinningar í geimnum myndu tryggja afkomu mannsins ef við gefum okkur að takist að koma á sjálfbæru samfélagi sem er vissulega eitt af takmörkum þessara landvinninga. Það þarf í raun ekki að leita langt til að byrja með því Mars, næsti nágranni jarðar getur mjög líklega orðið byggileg pláneta með sjálfbæru samfélagi. Jarðbreyting (terraforming) Mars gæti tekið nokkrar aldir. Tækniþekking til jarðbreytinga og langferða í geimnum er að mestu leiti til staðar en of kostanaðarsöm til þess að nægur vilji sé til að hefja framkvæmdir.  

Þegar olían klárast mun mannkynið ekki taka að hnigna heldur nýta aðra orkugjafa, það eru óteljandi leiðir til að nýta orku til framdráttar. 

Sverrir Ari Arnarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ætli peningunum sem í þetta fer væri ekki betur varið í eitthvað þarfara! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Bjartsýni og smá ævintýramennska er ágæt en ég er mest hræddur um að okkar háþróaða tæknistig sé tímabundið ástand, ekki bara vegna olíunnar, og ef byggjum upp samfélag út í heimi getum við að lokum endað með ósjálfbjarga strandaglópa á einhverri plánetu sem við missum öll tengsl við. En ég held þó að maðurinn sé mjög lífseig dýrategund sem mun alls ekki deyja út á næstunni hér á jörð.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.4.2008 kl. 21:30

5 identicon

Landnám og bygging bækistöðva á öðrum plánetum er liður í því að tryggja tilveru mannsins til framtíðar, hvað er þarfara en það? Það þyrfti til dæmis bara brot af þeim fjármunum sem notaðir eru til hervæðingar í heimunum til að hefjast handa.

Til að það verði ekki til ósjálfbjarga strandaglópar á einhverri plánetu ef allt fer á versta veg hér á jörðu hlýtur að vera best að byrja að byggja upp og gera sjálfbærar plánetur og tungl í okkar sólkerfi.

Sverrir Ari Arnarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:24

6 identicon

Til viðbótar umræðunni má benda á myndbrot þar sem rödd skynseminnar, Carl Sagan fjallar um málið:

http://www.youtube.com/watch?v=iCZtLVim94Q&feature=related

Sverrir Ari Arnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:20

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég reyndar ekkert á móti könnun geimsins og þeir voru góðir þættirnir hans Carl Sagan sem voru í sjónvarpinu á sínum, þar held ég að hann hafi líka komið inná þessa geim-nýlendustefnu. Mér fannst það spennandi á sínum tíma en í dag er ég ekki viss. Ég held að jörðin verði alltaf okkar staður.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 11:48

8 identicon

Emil. ..  Ef að þú hafir réttt fyrir þér gæskurinn, þá er mannkynið dauðadæmt, svo einfalt er það.

Það er lífsnauðsynlega fyri tegundina að dreyfa sér um heiminn.  Annars verður offjölgun (sem er reyndar byrjað) sem leiðir af sér tildæmis hungur og meiri og meiri ásókn í vatn og landrými sem leiðir af sér stríð og það er einmitt það sem þið viljið måske sem getið ekki litið aðeins útfyrir sjóndeildarhringinn.

Og Lára... Svona huxunarháttur er ekki góður, við verðum að horfa lengra út en við sjáum.
Það gengur ekki að lifa inní kassa og horfa ekki í kring um sig, svo ég segi burtu með leppana og horfið í kring um ykkur.

Og með eldsneyti, þé er ekki mikið vandamál með það ...  Það er nóg af helíum 3 sem er gott eldsneyti (að mér skilst) á tunglinu.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:04

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Offjölgun á sér stað nú þegar í dag og mannkyni mun fjölga um nokkra milljarða á næstu áratugum. Ef við ætlum að leysa offjölgunarmálin með því að senda fólk út í geiminn þá þyrftum við að vera byrjuð á því núna að senda fólk út í geiminn í milljónavís.

Svo kom það einmitt fram í fínum fræðsluþætti í gær í sjónvarpinu að olían er um það bil að fara að klárast, sem þýðir ósköp einfaldlega gríðarlegt bakslag að öllu leiti því nýr ódýr orkugjafi er ekki í augsýn. Menn telja t.d. að flugferðir muni leggjast af á næstu áratugum. Já, það er hart í ári framundan, ríkidæmi okkar er kannski dauðadæmt, en ég minni á að mannkynið gat lifað á steinaldarstigi í meira en hundrað þúsund ár. En taldi þá að vísu ekki 6,5 milljarða.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.4.2008 kl. 09:49

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hættan er að þjóðfélagskerfin hrynji ekki það að mannkynið deyi út sem tegund allir sem einn. Siðmenningin er á fallanda fæti. Hún þarfnast orku. Hvað svo þegar rányrkja hefur gengið allan sinn gang, enginn fiskur eftir, eyðimerkur stærri, vatnsdleysi og allt þetta sem yfir okkur vofir og menn eru EKKI að leysa? Það er tímaspursmál hve nær þetta hrynur. En menn munu ekki deyja út. Einhverjir munu hjara. Líklega þeir leiðinlegustu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband