Ólympíuhitt og ţetta

peking2008Ţá eru hinir miklu kínversku Ólympíuleikar hafnir, hin glćsilega setningarathöfnin búin og athyglin loksins farin ađ beinast ađ íţróttunum sjálfum. Ţessir leikar eru auđvitađ mikiđ mál fyrir Kínverja sem voru svo vinsamlegir ađ skjóta skjólshúsi yfir leikana ađ ţessu sinni, enda gefst ţeim ţarna tćkifćri til ađ sanna sig og sýna hvers ţeir eru megnugir. Ólympíuleikarnir eru auđvitađ mikil auglýsing fyrir Kína, ţótt sú auglýsing sé kannski ekki alltaf sú sem Kínverjar hafa óskađ sér. Víđa á vesturlöndum er litiđ á ţetta sem Ólympíuleika loftmengunar, mannréttindabrota og yfirgangs stjórnavalda gagnvart minnihlutahópum ţótt flestir Kínverjar líta á ţetta sem stórkostlega sigurhátíđ eigin ríkis.

Ég er ekkert sérstaklega fyrir ţađ ađ sniđganga Ólympíuleika ţótt gestgjafar séu svona og hinsegin. Ţađ er samt ekkert ađ ţví ađ mótmćla og vekja athygli á málum sem eru ekki alveg í lagi, af ţeim er víst nóg í Kína miđađ viđ okkar fullkomnu vesturlönd, en margt af ţví hefđi örugglega ekki veriđ eins áberandi í umrćđunni Kína hefđi ekki orđiđ fyrir valinu, ég nefni bara loftmengunina og Tíbetmálin sem dćmi.

Talandi um ađ sniđganga Ólympíuleika ţá eru auđvitađ eftirminnilegast ţegar Sovétríkin og Bandaríkin sniđgengu Ólympíuleika hvors annars á međan kalda stríđiđ var enn í gangi. Fyrst í Moskvu áriđ 1980 ţegar Sovétmenn hertóku Afganistan, en ţađ ţótti mikill alţjóđaglćpur í ţá daga. Ţađ kom ţví engum á óvart fjórum árum síđar ađ austurblokkin svokallađa sniđgekk Ólympíuleikana í Los Angeles áriđ 1984. Sem varđ reyndar okkur til happs ţví ţá komst íslenska handboltalandsliđiđ á svona leika í fyrsta sinn og stóđ liđiđ sig ţar međ prýđi og íslenska handboltaćvintýriđ hófst fyrir alvöru. moskva1980

Árangur Íslendinga á Ólympíuleikum í gegnum tíđina hefur veriđ mjög glćsilegur ef sú skođun er höfđ í huga ađ ţeir síđustu verđa ávallt fyrstir og ţeir fyrstu síđastir. Ţađ leiđir aftur hugann ađ Ólympíuleikunum í Moskvu áriđ 1980, en ţar keppti einn okkar besti 1500 metra hlaupari sem viđ höfum átt, Jón Diđriksson. Í ţá daga voru engar beinar útsendingar í sjónvarpi en Ríkisútvarpiđ sendi hinsvegar lítt kunnan fréttamann, Stefán Jón Hafstein, til ađ lýsa beint viđburđum í útvarpi allra landsmanna. Stefán lýsti 1500 metra hlaupi Jóns Diđrikssonar af mikilli ákefđ ekki síst vegna ţess ađ Jón tók snemma forystu í hlaupinu. Allt hlaupiđ jós Stefán miklu lofi á hlaup Jóns Diđrikssonar, en ţess á milli mátti heyra: „hann er fyrstur“hann er annar“hann er orđinn ţriđji“hann dregst ađeins afturúr“hann kemur í mark og er … sjöundi í riđlinum“.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband