Ég er snjór

Fæstir eru eins og fólk er flest og þar er ég ekki undanskilinn. Ég fann um daginn dálítið próf á CNN fréttavefnum þar sem hægt er að fá persónuleikaeinkenni sín skilgreind út frá veðurástandi, sem er auðvitað mjög áhugavert fyrir svona veðuráhugamann eins og mig, en annars er ég ekki mikið fyrir að taka svona próf. Eftir að hafa svarað þarna nokkrum spurningum af mikilli samviskusemi komst ég að því að veðurpersónuleiki minn er snjór. Ég get alveg fallist á þessa skilgreiningu og líkar hún bara ágætlega. Þetta þýðir samt ekki endilega að ég sé kuldalegur og vonandi ekki kaldlyndur. Kannski er ég bara dálítið svalur hið ytra, sjálfsagt svona frekar af rólegra taginu, en allavega ekki mikill æsingamaður. 

Já, ég er ís-maður, hef líka áhuga á ís, búinn að skrifa heilmikið um ís og snjó af öllu tagi, en síðast en ekki síst, þá er ég góður ís-lendingur og klár í slaginn fyrir næsta vetur.

Hér er svo prófið: http://edition.cnn.com/2008/TECH/science/07/18/nature.quiz/index.html 

Snow 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er líka snjór!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rosalega eru þið eitthvað kúl, strákar...  Ég verð eiginlega að prófa líka.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Og á svo ekkert að tilkynna niðurstöðuna Lára?

Emil Hannes Valgeirsson, 9.8.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég dríf í þessu snöggvast og læt svo vita... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er vindurinn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband