Tónlistarhúsið rís

Það er óhætt að segja að Tónlistarhúsið sem menn byggja nú af miklum móð við Austurbakkann sé farið að setja sinn svip á bæinn þessa dagana. Að vísu er það þó bara múrverk, stál og byggingarkranar sem blasa við borgarbúum en það er ekki fyrr en glerverkið hans Ólafs Elíassonar er komið á sinn stað að við getum farið að átta okkur á hvernig þetta dæmi mun líta út allt saman. Eitthvað var nú verið að tala um það í fréttum að Kínverjarnir sem eru að smíða glerhjúpinn hafi verið í smá basli með hann sem gæti valdið töfum, enda verkið víst óskaplega flókið og kalla þá Kínverjar ekki allt ömmu sína í þeim efnum.

Áætlað er að að þetta mikla tónlistarmusteri verði risið fyrir árslok 2009 og eins gott að vel muni takast til því þessi 14 milljarða króna framkvæmd mun verða eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur um langa framtíð. Sjálfur er ég nokkuð vongóður um að þetta geti orðið vel heppnað framtak allavega eftir þeim myndum sem birst hafa af væntanlegu útliti, þótt þær sólarlagsbirtu-kynningarmyndir sem arkitektar bjóða upp á séu svona full súrrealískar til að vera marktækar.

Eins og mín er von og vísa þá hef ég tekið myndir af framkvæmdum um þetta leiti síðustu þrjú árin eins og þær blasa við frá Arnarhóli. Þann 22. ágúst 2006 þegar fyrsta myndin var tekin voru framkvæmdir stutt komnar en það voru hinsvegar síðustu dagar gömlu ásjónunar því nokkrum dögum síðar var farið á fullt að rífa Faxaskála sem þarna stóð í öllu sínu veldi.

En þótt byggingu tónlistarhússins verður lokið á næsta ári, á svæðið í heild samt langt í land með að verða fullklárað eins og gryfjan stóra sem þarna er búið að grafa ber vitni um. Kannski maður taki það fyrir í næsta helgarpistli.
 

Tónlistarhús 2006

Tónlistarhús 2007

Tónlistarhús 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mjög athyglisvert að sjá þetta svona. Ég hlakka til að sjá myndina að ári.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.9.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband