Nokkrar sjónæfingar

í framhaldi af síðustu færslu þar sem ég velti fyrir mér hvernig við notum okkar tvö augu til að skynja fjarlægð og rýmið í þrívídd, ætla ég að bjóða hér upp á nokkrar sjónbrellur. Þær snúast í rauninni allar um það sama, sem er einhverskonar misnotkun á okkar hefðbundnu sjónskynjun sem fæst með því að færa skurðpunkt sjónarinnar framar eða aftar en það sem við erum að horfa á. Ef við t.d. gerum okkur rangeyg þá sjáum við tvöfalt eins og allir kannist við, en þá erum við einmitt að færa skurðpunktinn nær okkur eins og við séum að horfa á eitthvað sem er mjög nálægt okkur.

Fyrst er það þessi rauði punktur og blái hringur. Ef við horfum á þá þannig að við sjáum þá tvöfalt er hægt að stilla þá þannig af að rauði punkturinn falli inní bláa hringinn. Þetta er útskýrt betur hér að neðan og er einskonar upphitun og leiðarvísir fyrir framhaldið.
 

skurðpunktar

 

Það sama er hægt að gera með þessa tvo lituðu punkta ef maður gerir sig hæfilega rangeygan, því þegar blái punkturinn fellur saman við þann gula ætti þeir í sameiningu að mynda einn grænan punkt enda er grænn litur myndaður úr þessum tveimur frumlitum.

 

litapunktar

 

 

Fjörið eykst til muna þegar látum þessar „mólikúl“ myndir hér að neðan falla saman í eina. Þarna er smáævilegur afstöðumunur á kúlunum en þegar myndirnar falla saman í eina þá birtist myndin okkur í þrívídd! Þessi afstöðumunur er svipaður því sem sitthvort augað sér þetta.

 

mólikúl 3D

 

 

Þá er líka auðvitað hægt að gera það sama við ljósmynd. Myndirnar eru eins og aðrar þrívíddarmyndir teknar með því að hliðra myndavélinni lítillega til hliðar og því fæst þrívíddarmynd ef þær falla saman í eina.

 

3D vegur

 

Hafi þessu öllu verið náð er hægt að spreyta sig á þessum þrívíddarmynstur-myndum (stereogram) sem margar hafa séð en færri hafa séð nokkuð út úr. Aðferðin við að sjá þrívíddina í þeim er einmitt svipuð en þó er betra í þessum tilfellum að horfa aðeins framhjá myndinni þ.e. að láta skurðpunkt sjónarinnar vera dálítið lengra í burtu svipað og í útskýringarmyndinni lengst til hægri. Þannig sjáum við tvöfalt en reynum að láta síbyljuna falla saman uns hlutar myndarinnar koma á móti manni eins og stórar kúlur. Ef við hinsvegar gerum okkur aðeins rangeyg verða áhrifin þau að við sjáum hringlaga göt í myndinni. Smá þolinmæði borgar sig hér.

 

3D_candy

 

Svo ein mjög falleg í lokin áður en ég verð sjálfur blindur. Út úr þessu ættu allir að geta séð hákarl svamla um eins og hann hafi verið klipptur út úr mynstrinu. Hann liggur þá ofan á myndinni ef við horfum aðeins framhjá skjánum en myndar gat ef við gerum okkur örlítið rangeyg.

3D_Shark

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 14.9.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að sjá eitthvað út úr svona myndum. Takk kærlega. Nú líður mér eins og ég sé...öh...undir áhrifum ákveðinnar jurtar...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.9.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skemmtilegt! Takk!

Haukur Nikulásson, 15.9.2008 kl. 08:28

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Arg! Er að tapa glórunni yfir því að sjá ekkert út úr hákarlamyndinni! Takk samt :)

Heiða B. Heiðars, 15.9.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ekki er nú gott að fólk tapi glórunni. Málið er bara sjá aðeins tvöfalt og láta mynstrið falla saman þannig. Annars ætti að vera nóg að horfa á myndina í svona 2 klst. samfleitt og þá kemur þetta örugglega :-)

Emil Hannes Valgeirsson, 15.9.2008 kl. 16:42

6 identicon

Hjálp!  Ég held ég sé núna orðin rangeygð forever!   En déskolli sniðugar myndir!

Malína (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 02:15

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jess!! Loksins sá ég eitthvað! En ekki fyr en ég var búin að glápa mig ranghverfa á hárkarlinn! Sem bæ þe vei var eina myndin sem ég náði - eða réttara sagt gatið eftir hann ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband