Af hverju höfum við tvö augu?

Ég veit ekki hvort fólk velti því almennt fyrir sér hvers vegna við höfum tvö augu. Mörgum nægir sjálfsagt að vita að við notum augun til að sjá það sem fyrir augum okkar ber, svo höfum auðvitað misgóða sjón sem hægt er að bæta með viðeigandi hjálparbúnaði eins og gleraugum og ef annað augað klikkar algerlega höfum við alltaf hitt til vara.

ÞRÍVÍDD_blýantur

En aðalástæða þess að við höfum tvö augu er auðvitað sú að með tveimur augum getur við skynjað heiminn betur í þrívídd og þannig áttað okkur á fjarlægðum og rýminu í kringum okkur. Þessi tvö augu sjá hins vegar ekki heiminn frá nákvæmlega sama sjónahorni en í því liggur galdurinn við þrívíddarskynjun. Ef við t.d. horfum stíft á blýant sem er beint fyrir framan nefið á okkur (vísifingur er líka nokkuð handhægur) verður allt sem er fjarri okkur tvöfalt og þar að auki dálítið úr fókus. Skurðpunkturinn sjónarinnar er í blýantinum því myndirnar af honum sem koma frá hvoru auga falla saman í eina. Við tökum samt venjulega ekkert mikið eftir þessu því athyglin er að öllu jöfnu á því sem við beinum sjónum okkar að. Ef við hinsvegar einbeitum okkur að því sem er í meiri fjarlægð verður blýanturinn tvöfaldur og ekki lengur í fókus en þá er skurðpunkturinn kominn lengra í burtu. Þannig erum við meira og minna að sjá allt tvöfalt sem er í annarri fjarlægð en það sem við erum að horfa á hverju sinni.

 skurdpunktur

Kannski er ég að gera einfalt mál flókið og ef til vill er þetta eitthvað sem allir vita. Teikningin hér að ofan er tilraun til að útskýra þetta á myndrænt.

En í framhaldi af þessu er ég að hugsa um að bjóða upp á nokkrar þrívíddar-sjónæfingar! En það verður þó ekki fyrr en í næstu færslu sem verður tilbúin á sunnudaginn. En fyrst kemur samt hér ein sjónæfing sem snýst um að finna blindpunkt augans. En í hvoru auga okkar er blindpunktur þar sem sjóntaugin tengist augnbotnunum, þessu tökum við alls ekki eftir nema með aðferð eins og þessari hér að neðan. Ef við lokum vinstra auga og horfum með því hægra beint á rauða punktinn í um 25-30 cm fjarlægð þá á blái krossinn að hverfa. Sama gerist með rauða punktinn ef við lokum hægra auga og horfum á bláa krossinn.

 

 

blindpunktur 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já eiginlega, þótt við komumst af með eitt þá hljóta tvö augu að vera mikilvæg fyrir allt fjarlægðarskyn. En svo er gangsemin líka fólkin í því að auka sjónsviðið til hægri og vinstri þótt ég hafi ekki minnst á það.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.9.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Heilinn notar muninn á myndunum sem berast augunum (tvísæisvik) til að fella myndina saman í þrívídd. Minni nákvæmni með eitt auga svo amk einn tilgangurinn með tveimur hlýtur að vera að skynja dýpt í umhverfinu.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.9.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er alveg ágætur punktur hjá þér Árni sem ég ætla ekkert að þræta fyrir, en hinsvegar er ég að benda á hvernig þetta er hjá okkur mannfólkinu og hvernig við nýtum okkar tvö augu. Ef víðara sjónsvið væri betri kostur fyrir okkur en þrívíddarsýn þá ættu augun að hafa þróast í að vera á sitthvorri hliðinni eins og hjá mörgum dýrum - eða haldið áfram að vera á sitthvorri hliðinni eftir því hvernig við hugsum það.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.9.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtilegar pælingar og vel upp settar.

Þar sem kviknar líf, hefst þróun annars er það ekki líf eða hvað?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé bæði rauða punktinn og bláa krossinn.......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 19:56

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það þarf að láta punktinn eða krossin hitta á blindpunktinn. Tekst kannski ekki fyrst, en það skiptir máli að vera í vissri fjarlægð sem hver og þarf að finna út og ekki að hætta að horfa á rauða punktinn með hægra auga ef blái krossinn á að hverfa.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.9.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja, gott að einhver nær þessu með blindpunktinn en fjarlægðin getur sjálfsagt verið háð skjáupplausn og skjástærð.

Þetta með framstæða staðsetningu augnanna hjá okkur markast líka af skildleika okkar við apana í trjánum en til að geta sveiflað sér með öruggum hætti milli trjágreina þarf nákvæmt fjarlægðarskyn. Þetta er eitthvað sem hefur þróast svona með tímanum en hvort um sköpun sé að ræða er trúaratriði sem ég ætla ekki að hafa skoðun á hér.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.9.2008 kl. 18:14

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmmm.... ég væri þá líklega ein af þeim sem hlaupa á tré.....?

Skemmtilegur pistill! Kem til með að fylgjast með ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband