Mynd dagsins hjá NASA er frá Íslandi

Á vef Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, eru þeir með það sem þeir kalla „Image of the Day“ en það eru birtar hinar ýmsu gervitunglamyndir og nú þann 6. október varð fyrir valinu mynd af norðausturhluta landsins okkar. Það mætti ætla að þeir hjá NASA væru með þessari mynd að sýna góðærið okkar fjúka endanlega á haf út enda liggur þykkur mökkur yfir landinu sem berst langt út á haf.

En það er nú ekki alveg svo, því myndin er tekin þann 17. september sl. þegar óveðurslægðin, kennd við fellibylinn IKE var stödd skammt vestur af landinu og hvöss suðvestanáttin sem henni fylgdi gekk yfir landið eftir að megin-skilakerfi lægðarinnar var farið framhjá. Í texta með myndinni er það nefnt að svona sandstormar séu algengastir á eyðumerkursvæðum nærri miðbaug eða við uppþornuð vötn í mið-Asíu. Við þekkjum þetta fyrirbæri hinsvegar vel á eyðisöndum okkar sem hér er nóg af.

Ísland 17.sept

Hægt að sjá nánari umfjöllun um myndina á þessum svæðum:

Image of the day: http://modis.gsfc.nasa.gov/gallery/individual.php?db_date=2008-10-06

Nánari umfjöllun hér: http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er eru rotnir kapítalistar að blása á haf út.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.10.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

… og brátt munum við sjá roðann í austri.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.10.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband