Hvernig kemur Esjan undan vetri?

Síðustu fjögur ár hef ég tekið ljósmynd af Esjunni frá sama sjónarhorni í fyrstu vikunni í apríl. Með þessu fær maður þennan fína samanburð á því hvernig Esjan kemur undan vetri með tilliti til snjóalaga en um þetta leyti ársins má gera ráð fyrir því að snjóskaflarnir fari að hörfa með hækkandi sól þótt eitthvað eigi eftir að snjóa þarna af og til. Snjóskaflarnir í Esju eru líka ágætur veðurfarsmælir. Á tímabilum þegar meðalhitinn í Reykjavík er um og yfir 5 gráðum bráðna snjóskaflarnir, en það hefur einmitt gerst öll ár þessarar aldar.

Ef myndirnar eru bornar saman er snjórinn greinlega minnstur árið 2006 en mestur í fyrra, 2008. Núna virðist snjórinn vera svipaður og hann var árið 2007 og heldur minni en í fyrra enda sá vetur frekar kaldur. Svo maður rifji upp sumarbráðnun síðustu ára þá varð Esjan snjólaus síðustu vikuna í ágúst árin 2006 og 2007. Í fyrra entist snjórinn hinsvegar fram yfir miðjan september og óvíst hvort hann hefði náð að bráðna alveg ef ekki hefði komið til hlýjasti maímánuður frá árinu 1960 og methitabylgja í júlí, sællar minningar. Líklegast verður að telja miðað við síðustu ár að allir snjóskaflarnir bráðni í sumar eins og gerst hefur öll árin frá 2001.

Esja snjór 06-09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað áttu svona Esjumyndir langt aftur?

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.4.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég á þær ekki lengra aftur en þetta. En það hefði verið gaman að byrja á þessu fyrr.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.4.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Samkvæmt þessum frábæru myndum, þá er að kólna! - Meiri snjór, meiri snjór.

Sigurpáll Ingibergsson, 7.4.2009 kl. 16:28

4 Smámynd: Loftslag.is

Þetta er ekki spæling, en ég glotti aðeins þegar ég horfði á Esjuna í morgun

Loftslag.is, 8.4.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, Esjan var ansi vetrarleg í morgun. En ég segi að þegar komið er svona fram í apríl þá gerir nýfallinn snjór lítið annað en að bráðna fljótt aftur í stað þess að mynda lífseiga skafla eins og þeir sem hafa orðið til yfir vetrarmánuðina. Kannski er samt athugandi að gera svona samanburð mánuði seinna á árinu, tala nú ekki um af það er að kólna eins og Sigurpáll segir.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.4.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband