25.4.2009 | 09:49
Göngum til kosninga
Þá er komið að því - þjóðin fær að kjósa í dag. Ég vil hvetja alla til að ganga til kosninga núna í góðviðrinu svo fremi sem þeir eru í göngufæri við kjörstað og sæmilega gangfærir. Það skerpir hugsunina að ganga en einnig gefst með því tími til hugleiðinga um pólitíkina eða bara um hvað sem er, eins og um stöðu okkar í heildarsamhengi eilífðarinnar. Það verður líka að gefa sér sér góðan tíma til að kjósa því þetta á að sjálfsögðu að vera aðalverkefni dagsins. Kjósendur ættu einnig að huga að því að vera snyrtilegir til fara enda má enginn verða sér til skammar á kjörstað.
Þótt ekki verði á allt kosið ætti fólk ekki að vera í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi miðað við framboð flokka að þessu sinni. Sumir eru þó sjálfsagt með hugann við allskonar mistök sem stjórnmálamönnum hefur orðið á og þar er sjálfsagt af nógu að taka. Sjálfur er ég fyrir löngu búinn að gera upp hug minn. Ég kýs bara sama flokk og síðast en sá flokkur er alsaklaus af því að hafa staðið fyrir hruninu mikla. Fortíðin er annars ekki aðalatriðið, því þessar kosningar eins og aðrar snúast um næsta kjörtímabil en ekki það síðasta.
Jæja. Að kjördegi loknum er alveg kjörið að neyta kosningaréttar af betra taginu. Það þarf að vera næringarrík máltíð enda löng kosningaandvökunótt framundan og þá skemmir ekki fyrir góð sósa og brúnaðar kartöflur.
Þótt ekki verði á allt kosið ætti fólk ekki að vera í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi miðað við framboð flokka að þessu sinni. Sumir eru þó sjálfsagt með hugann við allskonar mistök sem stjórnmálamönnum hefur orðið á og þar er sjálfsagt af nógu að taka. Sjálfur er ég fyrir löngu búinn að gera upp hug minn. Ég kýs bara sama flokk og síðast en sá flokkur er alsaklaus af því að hafa staðið fyrir hruninu mikla. Fortíðin er annars ekki aðalatriðið, því þessar kosningar eins og aðrar snúast um næsta kjörtímabil en ekki það síðasta.
Jæja. Að kjördegi loknum er alveg kjörið að neyta kosningaréttar af betra taginu. Það þarf að vera næringarrík máltíð enda löng kosningaandvökunótt framundan og þá skemmir ekki fyrir góð sósa og brúnaðar kartöflur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þetta með gönguna. Ég er sígangandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2009 kl. 13:29
Okkar kosningaréttur kom úr mínútugrillinu - sem er mikið notað við eldamennsku á okkar heimili. Franskar, salat og rauðvínsglas fullkomnuðu svo einfalda en góða mátíð sem gefur sterkan grunn fyrir kvöld- og nætursnakkið.
Haraldur Rafn Ingvason, 25.4.2009 kl. 20:35
Kartöflurnar á mínu heimili enduðu reyndar einnig sem franskar byltingarkartöflur.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.4.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.