Að smækka heiminn með fókusbrellu

Land-Rover augl1

Þótt ljósmyndir segja oftast sannleikann geta þær stundum afvegaleitt áhorfandann og jafnvel ruglað hann í rýminu ekki síst ef smá brellum er beitt. Eitt skondið dæmi um slíkt má finna í blaðaauglýsingum fyrir Land-Rover jeppa sem nýlega unnu til verðlauna í Cannes auglýsingahátíðinni. Á auglýsingunni sem hér fylgir er ekki annað að sjá í fyrstu að þarna sé lítill leikfangabíll og vinnuvélar ásamt litlum körlum í einhverju míníatúr umhverfi, svona einskonar og Putar í Putalandi. En það sem er hér á ferðinni er ósköp venjulegt umhverfi í réttri stærð, myndin hefur hins vegar verið tekin þannig, eða breitt eftirá, að skarpur fókus er einungis á miðfleti myndarinnar en það sem er efst og neðst er hinsvegar úr fókus.

Með þessu er verið að blekkja augað með því að fikta í dýptarskerpunni. Við erum vön því að myndir sem teknar eru af litlum hlutum, í nokkurra sentímetra fjarlægð frá linsunni, eru bara í fókus á mjög þröngu fjarlægðarsviði. Víðáttumeiri myndir þar sem fjarlægðin er í tugum metra og upp í óendalegt eru hinsvegar í fókus á mestöllu eða öllu fjarlægðarsviðinu. Þetta gildir reyndar líka um okkar eigin sjón.

En af því að þetta eru jeppaauglýsingar og Land Rover hefur verið tilvalinn góðærisbíll svo ekki sé talað um Range Rover, má kannski velta því fyrir sér hvort þetta sé meira svona 2009 týpan því nú þegar heldur hefur harðnað á dalnum getum við aðallega látið bíladrauma okkar rætast í formi lítilla leikfangabíla.

- - - - -

Hér kemur svo smá tilraun bloggarans með þennan tilt-shift miniature faking eins og hann kallast á ensku. Myndin er af orlofshúsi í Svíþjóð sumarið 2007. (Mæli með því að smella nokkrum sinnum á myndina)

Dúkkuhús

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Þetta er mögnuð sjónhverfing! Gaman af þessu.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.7.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband