17.7.2009 | 23:29
Meðalhiti jarðar í hæstu hæðum
Um þetta leiti ársins þegar sumarsólin vermir stóru meginlöndin á norðurhveli er hiti jarðar að öllu jöfnu í hámarki. En núna bregður svo við að hitahámarkið er það öflugt að það hefur varla farið hærra í a.m.k. 10 ár. Þetta má sjá hér á myndinni sem sýnir hvernig hiti jarðar hefur þróast frá miðju ári 1998, en hver litur táknar hita hvers árs fyrir sig. Hvíti raminn sýnir hvar við erum í dag. Gögnin eru fengin með því að skanna hnöttinn með gervihnattamælingum í 4,4 km hæð en það er sú hæð sem gervihnattmælingar á hitastigi jarðar miða oftast við.
Hægt er að framkalla svona myndir á vefnum: http://discover.itsc.uah.edu/amsutemps/
Ég geri mér alveg grein fyrir því að svokölluð hlýnun jarðar eldfimt málefni sem ekki allir eru sammála um. Það sést vel á myndinni að miklar sveiflur eru á hitanum og því gæti þessi hitatoppur allt eins verið tímabundið upphlaup, en fram að þessu hefur núverandi ár ekkert verið sérlega hlýtt miðað við síðustu 10 ár. Óneitanlega er þetta þó talsvert mikil hækkun.
Hvað með hitamælingar á jörðu niðri?
Það er ekki ennþá hægt að fá svona fínar og flottar rauntímamælingar á hita jarðar eftir hefðbundnum athugunum á jörðu niðri og því eru þær gefnar út mánaðarlega þegar búið er að safna öllu saman, t.d. á vegum NASA sem gefur út GISS hitamælingarnar. Það getur oft verið talsverður munur á hitamælingum á jörðu niðri og gervihnattamælingum. Þessi munur var sérlega áberandi núna í júní því á sama tíma og gervihnattamælingar sýndu tiltölulega kaldan júní á jörðinni sýndu mælingar á jörðu niðri að júní hafi verið í öðru sæti yfir hlýjustu júnímánuði frá upphafi. Aðeins júní 1998 var hlýrri.
Eru El Niño áhrifin að koma fram?
Eins og komið hefur fram hefur hinn hlýi El Niño Kyrrahafsstraumur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og vitað er hann hefur áhrif til hlýnunar á jörðinni í heild. Svona snögg hitastigshækkun hefur allavega ekkert með gróðurhúsaáhrif að gera því þau koma fram á miklu lengri tímaskala. Hinn hái hiti sem mældist á jörðinni í júní gæti líka bent til þess jörðin hafi verið að hitna við yfirborð í síðasta mánuði en sú hlýnun hafi hins vegar ekki skilað sér uppí þá hæð sem gervihnattamælingar eru gerðar í, fyrr en nú. Hitinn hefur einnig verið talsverður við suðurskautslandið en það er helst við pólana sem gervihnattamælingar eru ónákvæmar.
Þessa speki hef ég reyndar úr umræðum um nýjustu hitamælingar á jörðu, á vefnum WhattsUpWithThat sbr. hér:
Flanagan (23:35:32) :
I think there could be some reason for this:
- Satellites dont cover the poles very much, and the anomaly over the southern pole has been fairly large
http://www.climat-evolution.com/article-33431441.html
- another possibility to explain this could refer to the mixing time of the lower troposphere. GISS is actually measuring surface temperatures, with stations on the ground. RSS and UAH measure lower troposphere temperatures (indirectly) at 4.4 km high (at least for UAH). It would not be surprising then to have some delay between the two if the surface heats (the air must go up). And were actually observing rightnow with UAH a strong increase in the anomaly
http://discover.itsc.uah.edu/amsutemps/execute.csh?amsutemps+002
So I dont think we should see any obvious error or conspiracy behind this result
Just the consequence of having a pacific with a slightly positive Nino index.
Sjá: http://wattsupwiththat.com/2009/07/14/giss-for-june-way-out-there/
- - - - - -
Hitaspá fyrir næstu þrjá mánuði á jörðinni.
Svo kemur hér að lokum hitaspá fyrir jörðina frá bresku veðurstofunni sem gildir út september. Ekki er annað að sjá en að talsverð hlýindi séu framundan ef eitthvað er að marka þetta og meiri hlýindi en sést hafa lengi. Mest eru hlýindin allra syðst og við miðbaug. Við hér á Íslandi getum síðan mjög vel við unað og sleppum við þá kuldabletti sem eru þó nokkrir á norðurhveli.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þessi hitatoppur kom mjög skyndilega fram í fyrri hluta júlímánaðar, en sást alls ekki í meðaltali júnímánaðar, þ.e. í gervihnattamælingum. Merkilegt hvernig breytingin getur orðið skyndileg eins og sést í grein Roger Pielke Sr. á síðu Antony Watts hér. Spurning hvort þetta sé El Niño eða eitthvað annað. (Grein Pielke má einnig lesa á síðu hans hér).
Svona litu gervihnattamælingarnar aftur á móti út fram að júnílokum 2009. Frávik frá meðalhita áranna 1979-1998 er 0,00 gráður fyrir júní. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þróuninni og sjá þennan sama feril eftir næstu mánaðamót. Þá ætti júlítoppurinn að koma fram.
(Myndin er af síðu Dr. Roy Spencer)
Ágúst H Bjarnason, 18.7.2009 kl. 17:36
Áhugavert. Greinilega slatti sem maður þarf að vinna upp í lestri nýrra gagna og niðurstaðna.
Loftslag.is, 20.7.2009 kl. 20:20
Samkvæmt tölum frá NOAA (sjá hér) þá var nýliðin júní heitasti júní frá því 1880, miðað við hita við yfirborð sjávar. Þegar skoðað er yfirborð sjávar + yfirborð yfir landi, þá er sl. júní í öðru sæti (yfir júní mánuði). Það eru fleiri áhugaverðar tölur þarna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.7.2009 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.