15.8.2009 | 16:31
Ritstjórnarstefna mín
Þannig er ritstjórnarstefna mín:
- Ég skrifa fyrst og fremst um það sem ég hef áhuga á að skrifa um. Ekki það sem ég held að aðrir hafa áhuga á að lesa.
- Markmiðið með skrifunum er að skilgreina frekar en að gagnrýna.
- Viðfangsefni bloggsíðunnar er fyrst og fremst náttúran, umhverfið vítt og breitt með sérstakri áherslu á veður, sjónmenntir koma einnig stundum við sögu.
- Ég skrifa ekki um stjórnmál og nefni aldrei stjórnmálamenn á nafn.
- Ég nefni sjaldan nokkurn á nafn nema þá sem tengjast vísindum, listum eða dægurmenningu.
- Ég kalla aldrei neinn illum nöfnum. (3 dæmi: enginn er kallaður glæpamaður nema sá hafi verið dæmdur sem slíkur. Enginn er kallaður vitleysingur nema hafa verið úrskurðaður sem slíkur af heilbrigðisyfirvöldum. Enginn er kallaður asni nema um sé að ræða viðkomandi dýrategund. Aldrei hef ég þó notað þessi orð)
- Í lok hvers mánaðar er menningarleg upprifjun með aðstoð youtube. Á þessu ári tengist það sjónvarpi.
- Ég linka ekki á fréttir nema einstaka sinnum.
- Ég skrifa ekki oftar en þrisvar í viku, yfirleitt tvisvar.
- Allar bloggfærslur eiga að vera snyrtilegar í útliti og gjarnan myndskreyttar.
- Ég reyni að vanda skrifin sem eiga að vera auðskilin og upplýsandi.
- Ég reyni að svara öllum athugasemdum sem eru í spurningarformi.
- Ég geri helst ekkert til að auka vinsældir bloggsíðu minnar.
- Undantekningar má gera á ritstjórnarstefnunni.
- Allri alvöru fylgir líka gaman.
Ritsjórnarstefna þessi hefur verið samþykkt án nokkurra fyrirvara.
Eins og við má búast hefur þessi stranga ritstjórnarstefna skilað sér frekar illa í vinsældum án þess að ég sé að kvarta yfir því. Hæst hef ég komist í 97. sæti á vinsældarlista Mbl-bloggsins en yfirleitt er ég í 200-400. sæti. Stundum kemst ég ekki inná top-400 listann og það þrátt fyrir að vera svokallaður forsíðubloggari og ég er ekki enn orðinn svo frægur að ókunnugt fólk víki sér að mér og spyrji hvort ég sé þessi Emil á moggablogginu. Stundum velti ég því fyrir mér hversu lengi ég mun halda áfram þessari iðju en ég get þó sagt að bloggskrifin munu halda áfram svo lengi sem ég nenni að skrifa eða hef eitthvað að skrifa um. Allt getur gerst í þeim efnum enda lifum við á hinum mestu óvissutímum.
Athugasemdir
Sæll. Emil hvet þig áfram í þínu góðum skrifum og pistlum, fer alltaf inna á þig þegar nyt kemur frá þér alltaf hersislegt fræðandi og gagnlegt. .
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 15.8.2009 kl. 17:23
Þetta er mjög góð ritstjórnarstefna Emil, enda eru bloggpistlar þínir með þeim allra bestu á Moggablogginu. Til fyrirmyndar .
Ágúst H Bjarnason, 15.8.2009 kl. 21:15
Áhugamálin, það sem er mér efst í huga, efni sem tengist fjölskyldu eða persónulegri reynslu og fréttir sem kalla fram sterk persónuleg viðbrögð er það sem ég færi helst til vefs. Hef annars enga stefnu í þessu sem svo mörgu öðru og geri þetta eingöngu fyrir sjálfan mig.
Það kom mér mjög á óvart þegar ég fór að birtast á forsíðu moggabloggsins...
Haraldur Rafn Ingvason, 16.8.2009 kl. 01:51
Þið eruð alveg ágætir.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.8.2009 kl. 12:32
Emil:
Ég skrifa undir margt í þinni ritstjórnarstefnu!
Þú heldur uppi mjög skemmtilegri síðu
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.8.2009 kl. 12:59
Góð ritstjórnarstefna, get tekið undir flest í henni. Takk fyrir góða pistla.
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.8.2009 kl. 19:27
Stefnan virkar vel, mjög skemmtilegir pistlar.
Loftslag.is, 16.8.2009 kl. 23:20
Þú ert með bestu bloggurunum. Flestir bloggarar hafa enga meðvitaða (eða ómeðvitaða) ritstjórnarstefnu. Þeir bulla bara.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.