28.10.2009 | 23:25
Flosi Ólafsson, kommúnisminn og hinir mörgu fletir
Flosi Ólafsson sem nýlega kvaddi heiminn svo óvænt, lét út úr sér margt spakmælið í gegnum tíðina. Tvennt sem hann sagði einhvern tíma í viðtölum hefur mér persónulega þótt minnisstæðara en annað en í báðum tilfellum var Flosi að vitna í orð annarra. Sjálfsagt man ég þetta sem hann sagði ekki alveg orðrétt en hef vonandi skilið hugsunina. Í fyrra atriðinu var Flosi að tala um kommúnisma og hvað mörgum þótti sjálfgefið að kommúnistar væru vondir. Þá sagði Flosi og vitnaði í ömmu sína: Kommúnistar er ekki kommúnistar vegna þess að þeir eru svo vondir, heldur vegna þessa að þeir eru svo góðir. Þetta finnst mér að mætti hafa í huga í allri söguskoðun.
Þó ég hafi sennilega aldrei verið almennilegur kommúnisti, hafði ég oft samúð með kommúnismanum og varði hann stundum á meðan hann var sem mest fordæmdur og í dag hef ég jafnvel samúð með föllnum útrásarvíkingum. Svo hef líka oft bjargað flugum úr lífsháska.
En þá er það hitt spakmælið frá Flosa. Þar vitnaði hann að mig minnir í lögreglumann, sem sagði eitthvað á þá leið að það eru ýmsar hliðar á hverju máli og á hverri hlið eru oft margir fletir. Þetta mættu menn líka hafa í huga í umræðunni.
Þó ég hafi sennilega aldrei verið almennilegur kommúnisti, hafði ég oft samúð með kommúnismanum og varði hann stundum á meðan hann var sem mest fordæmdur og í dag hef ég jafnvel samúð með föllnum útrásarvíkingum. Svo hef líka oft bjargað flugum úr lífsháska.
En þá er það hitt spakmælið frá Flosa. Þar vitnaði hann að mig minnir í lögreglumann, sem sagði eitthvað á þá leið að það eru ýmsar hliðar á hverju máli og á hverri hlið eru oft margir fletir. Þetta mættu menn líka hafa í huga í umræðunni.
Athugasemdir
Ég held að kommúnistarnir í gamla daga hafi verið fullir af réttlætiskennd og hugsjónum fyrir betra mannlífi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2009 kl. 10:36
Fyrir veðuráhugamenn má svo geta þess að Jósef Stalín var eitt sinn veðurathugunarmaður:
„At the age of 21, Stalin became a weatherman at the Tiflis Meteorlogical Observatory. On a copy of the Tiflis Main Physical Observatory's employment record, a single entry reads, "On the engagement of Joseph Dzhugashvili, December 26, 1899." This was a record of the young Stalin's employment as an observer and recorder of meteorological data.“
http://www.rmets.org/news/detail.php?ID=545
Emil Hannes Valgeirsson, 29.10.2009 kl. 16:13
Detti mér nú allar dauðar og lifandi lýs úr höfði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2009 kl. 16:44
Þið eruð fyndnir og skemmtilegir strákar.
Kama Sutra, 29.10.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.