5.4.2010 | 14:58
Ístoppur með dýfu
Ég var víst búinn að skrifa um það fyrir nokkrum vikum að hafísshámarki vetrarins hafi verið náð á Norðurslóðum en það gerist venjulega um miðjan mars. En í stað þess að hafísútbreiðslan hafi byrjað að dragast saman eins og venjulega seinni hlutann í mars, hélt hún áfram að aukast. Þrátt fyrir þetta má ekki draga of miklar ályktanir af þessu og segja að hafísnum sé hér með borgið um aldur og ævi. Þau svæði sem valda þessari síðbúnu aukningu eru fyrir utan Norður-Íshafið sjálft svo sem Beringshafið, Barentshafið og jafnvel Eystrasaltið. Norðurpólsísinn getur líka verið að brotna upp eins og oft á þessum árstíma og fer því meira fyrir honum.
Þessi toppur á hafíssútbreiðslunni er sennilega skammvinnur og brátt muni góð dýfa taka við. Hafísmagnið sveiflast talsvert milli vikna og mánaða vegna veðuraðstæðna og hefur lengst af síðustu ár verið vel undir meðallagi, nema núna akkarúat í nokkra daga og þarf það ekki að þýða neitt sérstakt.
Vegna mikilla vetrarhlýinda í Norður-Kanada og við Vestur-Grænland er ástandið á ísnum þar sennilega óvenju bágborið núna og góðar líkur á því að Norðvesturleiðin opnist upp á gátt síðla sumars. Meira um það þegar þar að kemur.
- - - - -
Úr því að í fréttinni hér var minnst á Grænlenska útvarpið KNR, þá má það alveg koma fram hér að KNR - Kalaallit Nunaata Radioa er einnig sjónvarpsstöð og fengu þeir nýtt og aldeilis fínt lógó fyrir ári síðan. Hver annar en ég sjálfur skyldi hafa teiknað lógóið?
Hafís eykst á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Já - ég hef það á tilfinningunni að þetta sé bara lítil bóla, en við sjáum betur hvað verður í september.
p.s. glæsilegt merki.
Höskuldur Búi Jónsson, 5.4.2010 kl. 18:52
Já, mér fannst ég kannast við handbragðið á merkinu, frábært.
Björn Emilsson, 7.4.2010 kl. 04:21
http://nsidc.org/arcticseaicenews/2010/040610.html
April 6, 2010
Cold snap causes late-season growth spurt
Arctic sea ice reached its maximum extent for the year on March 31 at 15.25 million square kilometers (5.89 million square miles). This was the latest date for the maximum Arctic sea ice extent since the start of the satellite record in 1979.
Early in March, Arctic sea ice appeared to reach a maximum extent. However, after a short decline, the ice continued to grow. By the end of March, total extent approached 1979 to 2000 average levels for this time of year. The late-season growth was driven mainly by cold weather and winds from the north over the Bering and Barents Seas. Meanwhile, temperatures over the central Arctic Ocean remained above normal and the winter ice cover remained young and thin compared to earlier years....
Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 16:35
Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 16:36
Það er einmitt það Ágúst, við skoðum auðvitað sömu síðurnar. Yfirlitið frá NSIDC kom daginn eftir að ég skrifaði færsluna og ég held að mín hávísindalega greining standist svona nokkurnveginn en kuldaköst við Beringshafið og Barentshafið virðast hafa valdið þessu óvenjulega síðbúna hámarki.
Teiknimyndin með ferlinum er líka athyglisverð. Sá að þetta hafði verið sett saman og birt á WUWT vefnum. Þar sá ég þá skýringu að svona flökt á endapunkti væri vegna þess að tekið væri meðaltal af nokkrum dögum. Það ætti þá að þýða að útbreiðslan hefur sennilega náð upp fyrir meðaltalsstrikið á einhverjum tímapunkti. Einhverjir munu þó sjálfsagt meina að verið sé að fikta við ferilinn til að bjarga honum frá strikinu.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.4.2010 kl. 18:14
Þetta er augljóslega samsæri
Höskuldur Búi Jónsson, 7.4.2010 kl. 19:59
Ég reyndi að setja þessa mynd, hér undir, inn hjá Ágústi, en fékk ekki birtingu, það virðist vera kominn einhver ritstjórnarstefna hjá honum. En hér má sjá meðalútbreyðslu hafíss í marsmánuðum frá 1979-2010 af heimasíðu NSIDC:
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 07:58
flott merki Emil!
Aðalheiður Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.