Gosbólsturinn sýnilegur frá Reykjavík

Upp úr klukkan 18 síðasta vetrardag mátti sjá myndarlegan gosbólstur fyrir austan fjall og því greinilegt að gosið var á þeirri stundu enn í fullum gangi. Á sama tíma var lítið hægt að sjá út úr vefmyndavélum vegna veðurs og lítils skyggnis en óróamælingar benda ekki til þess að draga sé úr gosinu nema síður sé. Annars vita menn lítið um hvernig Eyjafjallajökull ætlar að hafa þetta gos á næstunni, þessi eldstöð virðist vera ólíkindatól sem kemur sífellt á óvart.

En þó að þessi gosbólstur hafi verið svona sýnilegur þarna, þarf það ekki endilega að þýða aukinn kraft í gosinu. Kannski er vindurinn hægari í háloftunum en áður og svo hefur kvikan ef til vill komist í snertingu við bræðsluvatn sem skapar þessa miklu bólstra. En hvað um það. Það er alltaf athyglisvert að sjá gosbólstur héðan úr Reykjavík.

Gosmökkur í Reykjavík 21.apríl

Á myndinni er gosbólsturinn skáhalt fyrir ofan Höfða. Myndin er tekin 21. apríl klukkan 18.18.

 


mbl.is Gosið ekki að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ertu viss um að þetta sé gosmokkkur frá gosinu? ég tel það ósennilegt þar sem það mun hafa verið í það mikilli rénunn síðustu tvo daga ???

Guðmundur Júlíusson, 21.4.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já ég er eiginlega bara alveg viss. Stefnan er rétt og svona mikið bólstraský myndast varla upp úr þurru. Það bendir ýmislegt til aukins krafts í gosinu eða einhverra breytinga, óróinn hefur verið að aukast og talsvert vatnsrennsli hefur verið úr Gígjökli síðdegis skv. vefmyndavél.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.4.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er gosmökkurinn og hann sást líka í dag.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband