3.1.2008 | 10:15
Það hlýnar líka náttúrulega
Það mátti alveg búast við því að hlýnunin á norðurslóðum hafi fengið hjálp af náttúrulegum orsökum, enda hefur hlýnun og hafíssbráðnun verið mjög hröð og umfram það sem spáð var, en væntanlega er um ræða að aðstreymi hlýsjávar hafi aukist. Margir er hinsvegar mjög fljótir að afskrifa hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa þegar upp kemur að einhver hlýnun á sér náttúrulegar orsakir eða ef hlýnun lætur á sér standa einhverstaðar í heiminum. En auðvitað er það þannig þótt aukin gróðurhúsaáhrif eiga sér stað þá stöðvast ekki á sama tíma þeir þættir sem valda náttúrulegum sveiflum í hitafari (sólin, hafsstraumar o.fl). Aukning á gróðurhúsalofttegundum er mjög hæg en hins vegar mjög örugg og án sveiflna og veldur hlýnun sem leggst smám saman ofaná náttúrulegar sveiflur í hitafari, á þann hátt að köldu tímabilin verða ekki eins köld og heitu tímabilin smám saman hlýrri. Það má kannski hugsanlega deila um í hvað hlutföllum þetta allt gerist, en það er engin ástæða til að afskrifa eitt eða neitt.
Náttúruleg hlýnun í norðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þú sért í færslufeluleik, Emil. Hvað eftir annað hefur bloggvinalistinn minn sýnt "nýtt" hjá nafninu þínu - ég hingað - en engin ný færsla birtist! Ég hlakka altént til að sjá hvað kemur næst frá þér!
Gleðilegt ár...
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 01:01
Hvað segirðu? Það getur annars vel verið að ég hafi eitthvað verið að fikta sem þýðir að eitthvað stórkostlegt hlýtur að vera á leiðinni. En takk fyrir áhugann.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.1.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.