Kínverskt fyrirtæki tekur upp símalógóið

 SUTOR_Siminn

Í stórveldinu Kína eru menn ekkert sérstaklega frægir fyrir að virða höfundarrétt og þegar Kínverska stálfyrirtækið SUTOR var stofnað þótti ekkert sjálfsagðara en að taka upp okkar ágæta Símalógó sem var notað þegar SUTOR var skráð á Nasdaq-markaðinn. Líkindin með þessum lógóum eru það mikil að hér getur alls ekki verið um tilviljun að ræða. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að 15. ágúst 2006 sé stofndagur fyrirtækisins og þá hafa þeir væntanlega tekið upp þetta lógó. Sögu fyrirtækisins, væntanlega undir öðru nafni, má þó rekja til ársins 2003 eins og kemur fram á forsíðu heimasíðunnar. Ég veit ekki til þess að nokkur tengsl séu á milli þessara fyrirtækja en að þau séu að nota sama lógóið. Ég veit hinsvegar að Símalógóið er teiknað á íslenskri auglýsingastofu og var verðlaunað af Ímark sem besta lógó ársins 2004. Annað íslenskt símafyrirtæki heitir NOVA og er ekki mjög vinsælt um þessar mundir hjá mbl. bloggurum, kannski ættu menn bara að taka því rólega og dást af þeirri fínu grafísku hönnun sem er í boði og í greinilegri útrás. (OK, kannski ekki allir sammála þessu síðasta).
 

Sutor_Nasdaq


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessi merki eru NÁKVÆMLEGA eins, ekki bara lík. Hannaðir þú þetta?

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nei ekki ég, þetta var hannað á auglýsingastofunni Góðu fólki, held að einhverjir Danir hafi komið að þessu líka. Ég er hinsvegar á Hvíta húsinu. Svona gera menn ekki hér í bransanum.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.2.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ef ég man rétt þá var nú eitthvað bent á samlíkingar með nokkur íslensk lógó eins og t.d. Flugleiða, Íslandsbanka og nú síðast N1.

Hvað á þetta símalógó annars að tákna? Á maður ekki að geta lesið eitthvað út úr öllum lógóum?

Mig vantar lógó fyrir nýskírðan félagsskap:  Menningarfélag gáfaðra kvenna. Einhverjar hugmyndir? Kakó og vöfflur að launum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef teiknað er lógó í dag er mjög líklegt að eitthvað svipað finnist einhverstaðar í heiminum og við því er lítið hægt að gera. En svona copy/paste er alveg sérstakt og þeir hjá Símanum ætla reyndar að gera mál úr þessu. Símalógóið á væntanlega að tákna stafinn S og svo sjálfsagt eitthvað meira en ég hef nú reyndar alltaf séð tvær bláar rækjur úr þessu.

Menningarfélag gáfaðra kvenna! Er það ekki bara einhver fámennur klúbbur? En hvenær ætlarðu að hafa vöffluveisluna?

Emil Hannes Valgeirsson, 13.2.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þorir Síminn í Kínverjana? Ég sé ekki S út úr þessu, frekar rækjur...

Sko... ef Menningarfélag gáfaðra kvenna væri opinn félagsskapur gæti það orðið stærsta félag á landinu fyrr, síðar og um ókomna framtíð. En þar sem þetta er lokað félag verður það aldrei svo stórt að ekki sé hægt að halda utan um það.

Vöffluveislan já, ég veit það ekki... kannski þegar lógóið verður tilbúið... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Allt í lagi og fyrirgefðu, þið konur eru auðvitað upp til hópa alveg snargáfaðar. Nú get ég bara engu lofað með lógóið fyrir ykkur, nema ég fari bara kínversku leiðina sem er sú einfaldasta. En málið er komið þó komið í skoðun.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.2.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband