20.8.2008 | 17:12
Goombay Dance Band - Sun of Jamaica
Goombay Dance Band, man einhver eftir þeim? Eða kannast kannski enginn við að muna eftir þeim, hafi þeir á annað borð aldur til? Mörgum þótti þetta nú samt alveg svakalega fínt á árunum í kringum 1980.
Þegar fólk hlustaði á tónlist Goombay Dance Band, var það umsvifalaust horfið frá sínum kalda hversdagleika til paradísareyja Karíbahafsins með sínar hvítu sandstrendur, pálmatré og kókóshnetur. En er þetta góð tónlist? Ég veit það ekki, en hugsanlega getur þetta brætt eitthvert íshjartað enn þann dag í dag. Goombay Dance Band komst hátt á vinsældalistum á sínum tíma ekki síst í Þýskalandi og merkilegt nokk, þaðan er þessi eldheita hljómsveit einmitt komin.
Þetta er myndband mánaðarins á þessari síðu: Sun of Jamaica, frá árinu 1979 með Goombay Dance Band og það má alveg tileinka það hinum fótfráu Jamaíkabúum á Ólympíuleikunum. Og jafnvel líka okkar harðsnúna handboltaliði - þeir gera sitt besta og aðeins betur ef það er það sem þarf. Meiri speki er ekki í boði að þessu sinni.
Athugasemdir
Hann hefur fengið sér permó á tilboði
Þetta yljar 80´s rótunum
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:18
Það hoppaði í mér hjartað þegar ég sá fyrirsögnin á blogginu þínu. Ég pantaði mér tvo geisladiska með þeim á Amazon í vetur, en fyrir átti ég bara gamlar vínilplötur já sennilega síðan í kringum áttatíu. Ég vissi ekki að þeir væru þýskir en þeir eru ekkert verri fyrir það. Gott að fleiri muna eftir þeim heldur en ég.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:01
OMG....... ég man nú eftir þeim........ hlustaði nú alveg á þessa hljómsveit....... á árum áður...... virkilega gaman að hverfa nokkur ár aftur í tímann og hlusta á þetta....... setti alltaf smá samasem merki við þessa hljómsveit og Boney M..... En "dressin" eru alveg agalega skemmtileg svo maður tali nú ekki um danssporin
Lauja, 21.8.2008 kl. 10:32
Jæja, kvenfólkið kveikir allavega á þessu. Goombay flokkurinn átti líka fleiri lög eins og Golden dreams of Eldorado og Seven tears. Þarna er vissulega skyldleiki við Boney M en þau tengjast líka Þýskalandi sem og líka Kraftwerk flokkurinn en það er svolítið annað.
Emil Hannes Valgeirsson, 21.8.2008 kl. 11:14
Ég var í siglingum á þessum tíma og sigldi mikið á Póllland og gamla Austur-Þýskaland. Þar voru plötur GDB svakalega vinsælar á diskotekum, kannske hafa stjórnvöld þar leyft þessa músik svo þegnarnir huigsuðu um eitthvað annað en örbirgðina sem var augljós . Á margar góðsr minningar tendgar þessum lögum þaðan
Frikkinn, 21.8.2008 kl. 12:34
Ég man sko eftir þess bandi - átti nú meira að segja plötuna en pabbi keypti hana í einhverri af utanlandsferðum þeirra hjóna þegar ég var gelgja í Kópavogi eða á Hringbrautinni.
Hrabba, 21.8.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.