Risamýflugur í Vesturbænum

fluga

Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir litlu saklausu flugurnar sem á þessum árstíma álpast inn um eldhúsgluggann eftir að skyggja fer á kvöldin en þetta sumar eru þær allavega miklu stærri en venjulega. Ég man ekki eftir að hafa séð svona stórar mýflugur, allavega ekki hér á heimilinu mínu í Vestubænum. Er þetta nýjung á Íslandi eða hafa þær alltaf verið til staðar? Þessar litlu venjulegu eru að vísu ennþá til staðar en þessar stóru eru bara svo miklu fleiri og miklu stærri. Myndin hér að ofan er nánast í raunstærð og þarna sést að stærðin á þessum flugum sem ég að tala um er um 1,5 cm en ekki ca. 0,5 cm eins og maður á venjast. Er einhver flugufróður þarna úti sem kannast við þessi kvikindi eða hefur svipaða sögu að segja?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Margar svona hér hjá mér líka en ég kann ekki á því neina skýringu. Mér finnst einhvern veginn að venjulegum húsflugum hafi fækkað mjög.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja, þetta flugufár er þá víðar í vesturbænum en ekki bara hjá mér. En það er satt, þessar svörtu húsflugur hafa ekki mikið sést, sakna þeirra að vísu ekkert.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.9.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Er hún nokkuð græn að lit? Það er búið að vera töluvert af þannig flugum vestantil í Reykjavík undanfarið. Þetta er einhver toppflugutegund en tegundin hefur ekki verið greind nánar. Lirfan lifir í vatni en óvíst er hvar. Spurning hvort þær hafi náð sér á strik í Vatnsmýrinni eða Tjörninni...

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur m.a. verið að safna upplýsingum um þessar flugur og eru allar upplýsingar, eintök og myndir velkomnar þangað.

Haraldur Rafn Ingvason, 9.9.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við verðum að fara að veiða þær, Emil...  Spurning hvernig. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 01:11

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það úir og grúir af þessum risaflugum í vesturbænum. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en þær virðast ekki bíta, amk. er enginn bitinn í fjölskyldunni. Þær virðast mjög sinnulausar um eigin velferð því þær færðu sig ekki einu sinni frá málningarrúllunni þegar hún kom. Nú eru nokkrar að eilífu steyptar í málninguna í barnaherberginu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.9.2008 kl. 07:51

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessar flugur eru einmitt dálítið grænleitar og mjög sinnulausar þannig að það er lítið mál að veiða þær fyrir þá sem vilja eintak.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.9.2008 kl. 08:40

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bara svo það sé á hreinu, þessar flugur bíta ekki. Sinnuleysið stafar trúlega af því að þeim sé helst til kalt.

Haraldur Rafn Ingvason, 9.9.2008 kl. 10:58

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

athyglisvert.. 

Óskar Þorkelsson, 9.9.2008 kl. 11:09

9 identicon

það er sko nóg af svörtu húsflugum hér i hafnarfyrði!!!

Gunnar Þór Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:47

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fiskiflugurnar finnast hér á Skaganum í mun minna "magni" en sl. 2 sumur en ekki hef ég séð þessar flugur ... og heldur ekki geitunga .

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:21

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er sem sagt komin kreppa :)

Óskar Þorkelsson, 9.9.2008 kl. 23:38

12 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Við þessa flugufrétt er því við að bæta að ég sendi myndir til Haraldar á Náttúrfræðistofu Kópavogs þar sem er verið að rannsaka og greina þessa flugutegund nánar. Hann sá að þarna var bæði karlfluga og kvenfluga og var kvenflugan meira að segja kasólétt af eggjum. Allavega engin kreppa hjá þessari tegund hér í Vesturbænum.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.9.2008 kl. 00:27

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gat hann sagt þér eitthvað fleira um kvekendið? T.d. hvað það heitir og hvers vegna því hefur fjölgað svona mikið - a.m.k. hérna vesturfrá?

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 00:35

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nei, ekki nema að þetta er toppflugutegund af mýflugu. En þetta er í rannsókn og málið allt hið dularfyllsta. En mér skilst að þeir munu birta eitthvað á vefnum hjá sér áður en langt um líður.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.9.2008 kl. 00:40

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ok, hnipptu endilega í mig ef þú sérð eitthvað þar. Það var ein í baðvaskinum hjá mér áðan.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 00:44

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

http://www.natkop.is/

Er að vísu dálítið í styttri kantinum, greiningin vefst enn fyrir mönnum. Kannski kemur meira síðar ef við áttum okkur á hvaða tegund þetta er og getum staðfest uppruna þeirra.

Takk fyrir myndirnar Emil

Haraldur Rafn Ingvason, 10.9.2008 kl. 11:32

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei þetta er sko ekki hrossafluga.. 

Óskar Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband