Austurvöllur 8. nóvember - myndir

Hér eru myndir af því þegar nokkrir borgarbúar komu saman núna síðdegis á Austurvelli. Alltaf gaman að sjá mannlíf í miðborginni okkar. 

Austurvollur_14

Austurvollur_11

Austurvollur_13

Austurvollur_7

Austurvollur_9

Austurvollur_15

Austurvollur_12

Austurvollur_6

Austurvollur_10

Austurvollur_8

Austurvollur_5

Austurvollur_4

Austurvollur_2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allveg er hann furðulegur fréttaflutningurinn af mótmælonum á austurvelli í dag. Ég var ein af þeim mörgu sem voru þar í friðsælum mótmælum, hvergi var minnst á mikinn meirihluta mótmælenda sem voru afar friðsamir, nei það er ekki frétt. Ég hvet alla íslendinga til að mæta á austurvöll á næsta laugardag, og sýna samstöðu með því að mæta. Það eina sem við förum fram á er réttlæti fyrir alla, og spillinguna burt.

Sigurlína Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Flottar myndir. Þeir í sjónvarpinu koma hins vegar alltaf tíu mínútum fyrir fund til þess að ná sem fæstum!

María Kristjánsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af hverju tókstu enga mynd af mér? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.11.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Er þetta ekki þú þarna uppi á Alþingishúsinu?

Emil Hannes Valgeirsson, 10.11.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mætum öll á Austur völl 15. nóvember!

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ertu galinn! Ég er svo lofthrædd að ég þyrði þessu ekki. Hefði þorað á hans aldri samt. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Þú hefur bara verið þarna rétt hjá okkur.  Mér sýnist að það sjáist aðeins í Bjössa á efstu myndinni.  Við urðum ekkert vör við þessar óeirðir, nema Bónus flaggið auðvitað, heyrðum að vísu einhver læti í fjarska.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Segi eins og Matthildur, ég var svo upptekin að hlusta á Einar Má að ég heyrði hvorki annað né sá, ekki einu sinni Bónusfánann!

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

SJálfur var ég svo upptekinn við myndatökur að Bónusfáninn fór einnig framhjá mér, sama má kannski segja um ræðurnar. Ég held að næsti fundur verði mjög settlegur og að engir óeirðaseggir verði til vandræða nema hingað komi snaróðir ICESAFE reikningseigendur að utan.

Annars var Bónusfáninn afar snjallt uppátæki og með ólíkindum að það skuli vera mögulegt að draga svona fána upp á þinghús landsins, þrátt fyrir allar löggurnar.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.11.2008 kl. 00:01

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það voru nú ansi nettir og kurteisir Hollenskir sparifjáreigendur sem RÚV tók viðtal við í Leifsstöðu þar sem þeir voru að koma til landsins til þess að kynna sér málin af eigin raun. Eins og þau sögðu: Það er ómögulegt að sitja sár og reiður hinum megin við hafið og vita ekkert hvað er að gerast - könnumst við nokkuð við þetta hérna megin? Fólkið sagðist bæði vilja ræða við yfirvöld, stjórn Landsbankans og ÍSLENSKAN ALMENNING. Mér finnst þetta mjög jákvætt framtak.

Manni rann til rifja að heyra um verkefnin þeirra sem eru stopp út af Icesave: Einn að byggja upp atvinnustarfsemi í Kenýa, annar hafði selt húsið sitt, og ætlaði að nota peninga til að borga verktaka til að byggja nýtt. Kona hafði selt húsið sitt til að borgaháskólanám 3ja barna sinna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:17

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já það er satt, það voru því miður raunverulegir peningar venjulegs fólks sem töpuðust með Icesave en ekki ímyndaðir fjármunir. Hollendingar eru friðsæl þjóð, það mega þeir eiga. En nú þarf að finna út hvað varð um alla fjármunina.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.11.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband