Örlagafrúin Thatcher

Margaret Thatcher var mjög ákveðin kona. Á síðustu mánuðum valdatíma hennar árið 1990, þegar Írakar réðust inn í Kúwait, vissi þáverandi Bandaríkjaforseti, Georg Bush eldri, ekki alveg hvernig ætti að bregðast við, fyrr en hann hitti járnfrúna Margaret Thatcher. Eftir það voru miklar hernaðaraðgerðir skipulagðar og Írakar hraktir á brott í Persaflóastríðinu sem hófst í janúar 1991. Í framhaldinu voru Írakar lagðar í einelti af Alþjóðasamfélaginu, sett á þá alþjóðlegt viðskiptabann auk ýmissa annarra þvingana. Umsátrinu lauk með innrásinni í Írak árið 2003 undir forystu Bandaríkjaforseta Georg Bush yngri.
En Thatcher var líka mikill örlagavaldur í íslenskri pólitík því eftir að hún lét af embætti, heimsótti hana nýráðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddson, sem meðtók frá henni þann boðskap að Íslendingar ættu ekkert erindi í Evrópusambandið. Síðan hefur það verið stefna Sjálfstæðisflokksins að Íslandi gangi ekki í Evrópusambandið og ekki vel séð að imprað sé á slíku.

Þannig man ég þetta allavega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Brottrekstur Íraka úr Kúweit var vitaskuld hið bezta mál.

Jón Valur Jensson, 8.4.2013 kl. 22:46

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Margar hliðar á því máli held ég en eftirleikurinn var ekki góður. Af hverju voru annars bestu olíulindirnar í Persaflóa gerðar að sérstöku smáríki í stað þess að tilheyra Írak þegar ríkjaskipanin var ákveðin á sínum tíma?

Emil Hannes Valgeirsson, 8.4.2013 kl. 23:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var of seint að spyrja þess þarna. Kúweit hafði þá lengi verið sjálfstætt ríki og fekk aðild að Sameinuðu þjóðunum, sem 111. ríkið þar, 1963. Innrás Íraka var tilefnislaus, ósvífið brot á þjóðarétti og ofbeldisfull, og viðbrögð umheimsins nutu fulls stuðnings Sameinuðu þjóðanna. Þú átt ekki að ljá svona máls á lögleysu einræðisherra, Emil Hannes.

Jón Valur Jensson, 9.4.2013 kl. 02:32

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Alltaf gott að ljá máls á sem flestu. Ég ætla samt helst ekki að réttlæta neitt eða gagnrýna, bara að minnast þessara atriði í sambandi við Thatcher.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2013 kl. 08:25

5 identicon

Kanar plötuðu Hussein í innrás til að geta tekið hann í gegn. Þurftu öngva aðstoð frá Möggu við það. 10 árum seinna framkvæmdu þeir hryðjuverkaárás á eigin borg til að geta tekið Írak....

GB (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 09:51

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Á þessum árum voru Íranir helstu óvinir Bandaríkjamanna, en alls ekki Írakar, sem héldu að þeir kæmust upp með innrásina í Kuwait … og þeir hefðu kannski komist upp með innrásina ef Magga hefði ekki risið upp og skipað Könunum og alþjóðasamfélaginu að bregðast við.

Ég hef aldrei haft neina trú á að Bandaríkjamenn hafi sjálfir staðið að árásunum 11. september. Þær komu þeim í opna skjöldu eins og innrásin í Kuwait.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2013 kl. 18:34

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

GB þorir ekki að koma fram undir nafni með þessa kjánalegu aths. sína.

Jón Valur Jensson, 10.4.2013 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband