Smart spæjari

Það er talað um það í dag að nú þurfi að rannsaka eitt og annað, elta uppi harðsnúna fjárglæframenn og ekki síst að finna falda fjársóði en til þess þarf menn sem eru snarir í snúningum og þekkja hina leyndustu afkima kerfisins. Einn er sá maður sem gefur okkar sérstaka saksóknar lítið eftir í snaggaralegheitum en það er hinn úrræðagóði Maxvell Smart „Agent 99“ frá hinni háleynilegu spæjaraþjónustu Bandaríkjanna. Við sem eru nógu gömul til að muna eftir Vestmannaeyjagosinu þekkjum þennan mann undir gælunafninu Smart spæjari, þar sem hann birtist okkur í samnefndum sjónvarpsþáttum á árunum uppúr 1970.
Þættirnir voru annars framleiddir á árunum 1965-1969 undir nafninu GET SMART og voru úr smiðju þeirra Mel Brooks og Buck Henry en það var Don Adams sem fór með hlutverk spæjarans. Þættirnir voru endurvaktir tímabundið árið 1995 og sýndir hér, en árið 2008 kom út bíómynd með kappanum þar sem Steve Carrell með aðalhlutverkið.
Það sem er eftirminnilegast við þættina um Smart spæjara er annarsvegar hinn hátæknilegi skósími og svo byrjunaratriðið sem er mjög smart. Þetta byrjunaratriði má sjá hér í boði ÞúTúpu en Smart spæjari er eins og einhvern er kannski farinn að gruna, sjónvarpsnostalgía mánaðarins á þessari síðu og fer eins og aðrar slíkar í flokkinn sjónvarp á þessari háalvarlegu bloggsíðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Frábærir þættir!

En var það ekki konan sem var "Agent 99"?  Og hann "Agent eitthvað annað númer"?  Mér finnst eins og ég heyri núna röddina hans í huganum segja "Agent 99" við konuna - hann var með talsvert sérstaka rödd ... to say the least!   Samt man ég þetta ekki nógu vel til að fullyrða eitthvað - og ég nenni ekki að gúgla þetta...

Whatever - þetta voru skemmtilegir þættir!

Fyrrverandi Malína (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 02:22

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jú ég sé það núna Fyrrverandi Malína, hann var Agent 86, hún var nr 99.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.6.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband