26.12.2008 | 21:26
Hinar björtu hliðar lífsins - Monty Python
Jólin eru enn á góðu róli, dagarnir byrjaðir að lengjast á ný og myrkrið smám saman farið að víkja fyrir birtunni. Það er líka komið að lokum þessa mánaðar og einnig þessa dæmalausa árs sem endaði svona frekar hallærislega. Sú venja hefur skapast á þessari síðu undir lok hvers mánaðar að bjóða upp á tónlistaratriði og hefur sá liður átt síauknum vinsældum að fagna - þó ekki almennum. Að þessu sinni varð ritstjórninni nokkur vandi á höndum hvað velja skildi því ákveðið hefur verið að leggja niður þennan dagskrárlið á nýju ári en taka í staðinn upp annan lið, að vísu svipaðan en undir öðrum formerkjum.
Það sem að lokum varð ofaná er tónlistaratriði frá hinum spaugsama hópi Monty Python sem sendi frá sér árið 1975 kvikmyndina Life of Brian. Þar segir frá manni sem uppi var í Júdeu fyrir 2000 árum og átti meira sameiginlegt með Jésú Kristi en hann sjálfur kærði sig um, en slík óheppni endar að sjálfsögðu bara á einn veg - á krossinum. En þegar lífið er ekki alveg eins og maður sjálfur hefði kosið er auðvitað nauðsynlegt að gleyma sér ekki yfir svartnættinu og líta þess í stað á björtu hliðarnar. Þær má alltaf finna einhversstaðar.
Myndband mánaðarins að þessu sinni er lagið Always look at the bright side of life með Monty Python hópnum og ef þetta eru helgispjöll núna á jólunum, þá fyrirgefi mér allir heilagir, en meiningin er allavega góð.
Hér má sjá yfirlit yfir þau mánaðarlegu tónlistaratriði sem ég hef birt á árinu:
- Janúar: Echo & the Bunnymen - The Cutter
- Febrúar: The Specials - Free Nelson Mandela
- Mars: Madness - Night boat to Cairo
- Apríl: Chemical brothers - Let Forever Be
- Maí: Frönsk framlög í Eurovision (aukanúmer)
- Maí: 10.000 maniacs - Like the weather
- Júní: Bruce Springsteen - Born to Run
- Júlí: Kraftwerk - Tour de France
- Ágúst: Goombay Dance Band - Sun of Jamaica
- September: The Smiths - Nowhere Fast
- Október: Britney Spears - I was born to make you happy
- Nóvember: Harkaliðið - Ólavur Riddararós
- Desember: Monty Python - Always Look at the Bright Side of Life
Athugasemdir
Ég held að þetta sé bara ágætis gleðiboðskapur, "Always look at the bright side of life" .. enda er krossinn sigurtákn í kristinni trú!
Annars gleðilega jólarest frændi!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 04:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.